Frambjóðendur til Stjórnlagaþings upplýsi um hagsmunatengsl sín

Ég sat mjög góðan fund í Súlnasal í kvöld sem var kynningarfundur á vegum stjórnlaganefndar. Hann var mjög upplýsandi og góður.

Þar bar ég upp tvær spurningar:

Í fyrsta lagi hvort að frambjóðendur þyrftu ekki að gefa upp hagsmunatengsl sín og birta til þess að það gagnsæi sem við flest köllum eftir í okkar kunningjasamfélagi myndi verða raunin. Ég tel mikilvægt að frambjóðendur séu með allt uppi á borðum að þessu leyti svo kjósendur viti hvaða mögulegu hagsmunatengsl hver og einn hefur. Þetta mæltist mjög vel fyrir. Þess má geta að Svipan www.svipan.is hefur kallað eftir efni frá okkur frambjóðendum og óskar slíkra upplýsinga þeas. um hagsmunatengsl frambjóðenda og maka þeirra.

Í öðru lagi bar ég upp þá spurningu hvort þjóðin fengi að taka afstöðu til nýrrar stjórnarskrár áður en hún færi til Alþingis og þá hvort mögulega yrði hægt að kjósa um hverja grein sérstaklega. Það verður ákvörðun Stjórnlagaþings en ég reikna með að fyrir því sé víðtækur vilji. Varðandi það að kjósa um hverja grein fyrir sig var minni sátt. Rökin voru þau að þannig myndi ekki verða sú heildarmynd á henni sem þyrfti þeas. ef e-r grein yrði felld.


mbl.is 525 framboð til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála. Gangi þér vel í kjörinu.

Hef þig í huga.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.10.2010 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband