Gamaldags pólitík vs. nútíma pólitík

Það eru áhugaverðir hlultir að gerast í íslenskri pólitík. Eins og ég upplifi þetta þá eru að takast á alls konar mismunandi öfl, straumar og stefnur.

Þessi viðbrögð Þórunnar má túlka sem svo að þau endurspegli gamaldags pólitík. Viðhorf sem segja "My way or no way". Ásmundur Einar hefur ekki verið nógu hlýðinn forystunni, fylgt sinni sannfæringu í stað þess að láta kúga sig til annars og þess vegna er hann verðmetinn lágt. Órólegur og óæskilegur.

Í mínum huga er þetta ein mesta meinsemdin í pólitík að menn skuli ekki geta tjáð og staðið með sínum eigin skoðunum vegna foringjaræðis og flokkshollustu án þess að vera litnir hornauga. "Þingflokkurinn þarf að hafa eina línu í málinu, það er sterkara". Segir hver? Ég er alveg ósammála því. Þegar allir einstaklingar í einum þingflokki hafa eina línu í flóknum og erfiðum málum þá finnst mér það endurspegla háar líkur á hjarðhegðun, foringjaræði og flokkshollustu. Að mínu viti endurspeglar það að einhverjir þingmenn fari gegn sannfæringu sinni. Þau mál sem þingmenn takast á við eru oft það erfið viðfangs að það er alls ómögulegt að allir komist að sömu niðurstöðu og ætti að vera líklegt að skiptar skoðanir séu um þau í þingflokknum. Þrátt fyrir að menn vinni vinnuna sína heima og leggi sig fram um að komast að sinni niðurstöðu með röklegum hætti.

Varðandi þau rök að fólk kjósi ákveðna stefnu þá segi ég á móti að það eykur ennþá mikilvægi þess að koma á persónukjöri. Svo er það nú þannig að mörg veigamestu málin sem hafa verið í gangi núna stóðu ekki í stefnuskrá neins flokks m.a. Icesave, Landsdómur og vantraustsyfirlýsing.

Sá skortur á umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum sem ríkir er ekki til góðs. Við verðum að geta aðskilið manneskjuna sjálfa frá skoðun hennar. Þannig eru meiri líkur á því að við getum staðið saman um þau mál sem við erum sammála um. 

Það er tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi á Íslandi. Það gildir líka á Alþingi Íslendinga. Færum nú pólitíkina yfir á 21. öldina og ég held að sumir þurfi að uppfæra aðeins hjá sér harða drifið.

Pólitík sérhagsmuna, stýringar á "atkvæðum" þeas. fólki m.a. með fjármagni, hjarðhegðun, foringjaræðis, einnar línu þingflokka, ógagnsæis, skoðanakúgunar, spillingar á að vera liðin undir lok. Hún er úrelt gamaldags pólitík.

Breytum vinnubrögðum, berum virðingu fyrir skoðunum annarra, uppfærum harða drifið í kollinum á okkur yfir á nútíma pólitík og þá mun okkur farnast vel í þeim flóknu úrlausnarefnum sem framundan eru við að endurreisa íslenskt samfélag.

 


mbl.is „Farið hefur fé betra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er nokkuð góð grein hjá þér Kristbjörg.

Það eru þó einstök atriði sem maður setur spurningamerki við. Þú segir að auka eigi vægi einstaklingsins á kostnað flokkana á þingi. Þetta er skoðun sem er nokkuð umdeild.

Vissulega eru þingmenn á þingi vegna eigin sannfæringar, en þeir hljóta þá að leita sér að atkvarfi hjá þeim flokkum sem næstir eru þeirri sannfæringu. Því ætti einstaklingnum að vera auðvelt að fylgja stefnu flokksins.

Þá fer atkvæði kjósenda til flokka, þó vissulega frambjóðendur hafi þar nokkuð um að segja. Megin reglan er þó að atkvæðin falla flokkum í vil. Þetta á sérstaklega við þegar menn komast á þing í gegnum uppbótarþingsæti. Þá eru það atkvæði í öðrum kjördæmum sem hleypa þeim manni inn.

Varðandi það þegar menn yfirgefa flokka og taka þingsæti með sér, þá er það einnig umdeilt. Þannig er það þó og hefur verið lengi. Því verður ekki breytt nema með lagabreytingu eða í gegnum stjórnarskrárbreytingu. Ekki er þó að vænta neinna breytinga í þá átt frá stjórnlagaráði, þar eru raddir um að fara einmitt í hina áttina.

Þegar menn yfirgefa sína þingflokka eða svíkjast um lit, skiptir þó mestu máli á hvaða forsemndu þeir gera slíkt.

Við höfum tvö skýr dæmi úr þeirri atkvæðagreiðslu sem fram fór í gærkvöldi.

Þar greiddu tveir þingmenn á skjön við sína þingflokka. Annar, Ásnundur Einar, ákvað að styðja ekki ríkisstjórnina. Hann færði þau rök að ríkisstjórnin væri ekki að vinna samkvæmt því sem flokkur hans hafði lofað kjósendum, þó það loforð hafi verið svikið við stjórnarmyndum. Hann var því að fylgja stefnu síns flokks.

Hinn, Guðmundur Steingrímsson, ákvað að sitja hjá og styðja þannig ríkisstjórnina. Hans rök voru þau að hann vildi ekki að Sjálfstæðisflokkur kæmist aftur til valda. Flokkur Guðmundar hefur marg sagt að þessi ríkisstjórn þyrfti að fara frá, það væri bráð nauðsynlegt til að hér gæti hafist raunveruleg uppbygging. Því má segja að afstaða Guðmundar hafi verið í andstöðu við þann flokk sem hann hefur valið sér.

Ég get hins vegar tekið heilshugar undir þann skort sem þú segir að sé á umburðarlyndi. Einnig mætti virðing þingmanna í garð hvers annars vera meiri.

Sá gamaldags málflutningur, byggður á hræðsluáróðri og hroka sem oddvitar stjórnarflokkanna voru með á þingi í gær, bendir þó ekki til að nein breyting sé að verða þar á. Þeim til afsökunnar má þó telja þann langa tíma sem þau hafa setið á þingi. Það staðfestir í raun að gömlu þingmennirnir, þeir sem setið hafa lengur en síðustu tvö kjörtímabil ættu að sjá sóma sinn af því að rýma fyrir nýju fólki.

Það er staðreynd að flestir þeir þingmenn sem stutt hafa verið á þingi eru mun orðvarari en þeir eldri. Mun sjaldnar heyrast gýfuryrði eða hroki frá þeim, þó vissulega séu undantekningar þar á.

Að lokum vil ég bara segja að sú stefnubreyting sem tekin var innan Framsóknarflokksins um síðustu helgi eru mér mjög að skapi og er ég sannfærður um að hún mun færa flokknum meira fylgi í næstu kosningum, sem verða vonandi sem fyrst.

Gunnar Heiðarsson, 14.4.2011 kl. 14:37

2 Smámynd: Gissur Þórður Jóhannesson

Ísbjarnar Tóta. Getur ekki einu sinni smalað köttum. Og hana nú.

Gissur Þórður Jóhannesson, 14.4.2011 kl. 15:40

3 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Sammála þér Kristbjörg.

Þórður Björn Sigurðsson, 15.4.2011 kl. 00:42

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sammála!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.4.2011 kl. 00:54

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Virkilega gott enda krækt inn á Fésið í einum grænum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.4.2011 kl. 01:13

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þetta er góð grein hjá þér Kristbjörg. Ef aðeins á að vera ein skoðun í hverjum stjórnmálaflokki, skoðun formannsins, væri hægt að spara umtalsvert í ríkisútgjöldum með því að Alþingi væri bara skipað formönnum stjórnmálaflokka. Það þarf hvvort sem er ekki nema einn mann til að fylgja fram einni skoðun.

Í raun og veru eru þeir að segja þetta, sem óskapast yfir því að fólk yfirgefi ekki orðalaust fyrirheit og stefnu sem það er kosið út á. Heldur fylgir í auðmýkt breytilegum leiðum foringjans, sem oftast fer að leita að vegtillum og hagsbótum fyrir sig og sína,

Guðbjörn Jónsson, 15.4.2011 kl. 01:25

7 identicon

Glæsilegt hjá þér Kristbjörg. Já ég hélt það líka að skoðannafrelsi væri við líði, en þó efast ég um að það sé leyfilegt inann pólitísku elíturnar sem raun ber vitni. Persónukjör ekkert spursmál, það brytur þetta foringjaræði. Satt sem Guðbjörn segir þér að ofan. Till hvers 63 já eða nei í staðin fyrir 5-6 eftir fjölda flokka, ef skoðanafrelsi er bannað?

Ingolf Torfason (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 07:46

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gott hjá þér að venju frænka!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.4.2011 kl. 10:01

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þetta fólk sem flakkar á milli flokka og/eða sker sig frá þeim flokkum sem þeir voru kosnir á þing fyrir fer með umboð sitt eins og þeir hefðu verið kosnir í persónukjöri. En svo var ekki, þeir sátu á lista fyrir ákveðna flokka/samtök og fengu þingsæti/umboð í krafti atkvæðamagns þeirra flokka/samtaka. Þeir eru því óheimildarmenn að því að valsa með umboð sitt eins og þeir hefðu persónulega verið kjörnir á þing. -- Þetta virðist þó heimilt með einhverjum óskiljanlegum hætti og verður vonandi eitt af því sem Stjórnlagaráð tekur á.

Ég hef ekkert á móti því að fólk segi sig úr flokki og jafnvel gangi í annan flokk í sömu andrá. En sitji þeir á þingi í krafti atkvæða flokksins sem þeir fóru frá eiga þeir að fara af þingi svo flokkurinn geti sett varamenn inn á svo sem atkvæðamagnið segir til um og þeir sem flokkinn kusu eigi sína fulltrúa áfram á þinginu.

Sigurður Hreiðar, 15.4.2011 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband