Konudagur

Í dag er konudagur.

Hann er búinn að vera alveg hreint yndislegur.

Það er yndislegt að fá blóm og njóta lífsins í hópi vina og fjölskyldu. Blómvöndur getur lýst upp heilt herbergi. Það er eitthvað við blóm, orkan í þeim.

Dagurinn snýst um það að njóta þess að vera kona.

Ég fékk til dæmis kennslu í förðun, fékk blóm, fór í dekurbað, hitti bestu vini mína hestana, kýrnar og kálfana og borðaði guðdómlega gott lamb og ekki síðri ís og páskaegg.

Vá! þvílíkur dagur.

Mikið er ég ánægð með það að við skulum hafa þessa daga. Allir þessir dagar þjappa fjölskyldunni saman.

Þegar upp er staðið er það fjölskyldan og vinirnir sem eru það langdýrmætasta af öllu sem maður á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband