Islændinge overvejer at forlade øen...

Þessi fyrirsögn rúllaði áðan á DR Update. Þetta má túlka eins og Íslendingar ætli bara allir að skella sér í einn árabát og róa burt...

Ég verð nú að segja að mér þótti sorglegt að sjá þetta Frown.

Ég er ein þeirra sem ætla að koma til Íslands á næsta ári tilbaka að bóklega hluta námsins loknu og taka þátt í því spennandi verkefni að byggja upp gott samfélag. Ég skil hins vegar fólk sem til dæmis er með börn á framfæri og fær hvergi vinnu. Það er ekki öfundsverð staða og þá skilur maður að fólk sjái sér ekki annað fært en leita annað amk. tímabundið. Íslensku ræturnar mínar eru svo sterkar að ég veit ekki hvað þyrfti til að ég yfirgæfi landið fyrir fullt og allt.

Það er gott að fólk skuli láta í ljós óánægju sína og ráðamenn verða að ná betri tengingu við almenning. Það gengur ekki lengur að teknar séu afdrifaríkar ákvarðanir í bakherbergjum án þátttöku eða vitundar almennings. Einnig er óásættanlegt að ráðamenn tali í kross. Nógu slæmt hefur það nú verið allt síðasta ár en núna verða ráðamenn bara að vera í takt! Oft var þörf en núna er það bara hrein og klár nauðsyn. Það gengur ekki að sitja bara og benda á hvern annan eins og smábörn í sandkassaleik. Aðalatriðið er að vinna sem hraðast og best að því að leggja grunn að nýrri framtíð.


mbl.is Um þúsund mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Kritbjörg hafðu vit á því að koma ekki til landsins á næsta ári, þú kenur til með að sjá eftir því alla æfi.

Icerock

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 1.11.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kidda þetta hefru alltaf verið svona síðan á 19 öld. Þá fór fólk einmitt til Vesturheims. Síðan fór allt ungt fólk sem það gat til náms í Danmörku í byrjun 20 aldar. 1970 fór fólk til Svíþjóðar og Ástralíu og svo framvegis. Það eru bara margir sem eru opnir fyrir því þegar að aðþrengir þá leita þeir í betra líf og koma svo aftur þegar búið er að komast yfri erfiðasta hjallan hér. Maður skilur þetta vel. Þetta léttir líka á atvinnuleysi hér tímabundið. En svo er það spurning hvort að allir sem vilja geti þetta í dag vegna skulda?

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.11.2008 kl. 18:51

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Gott að fá fólk heim. Knús til þín frænka.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 2.11.2008 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband