Kosningar á afmælisdaginn minn?

Ja hérna það eru aldeilis að hver stórtíðindin reka önnur á Íslandi í dag.

Maður er eiginlega alveg með hugann á flugi eftir þennan fréttatíma og er að melta þetta allt saman.

Mér þykir ákaflega dapurt að báðir leiðtogar stjórnarflokkanna skuli greinast með æxli með svo skömmu millibili. Ég sendi þeim mínar bestu bataóskir. Þetta gæti verið tilviljun. Hins vegar óttast maður að þegar svona mikið álag er á fólki þá geti það endað með því að líkaminn segi einfaldlega stopp. Það er sjaldan ofsagt hversu mikilvægt er að huga að andlegri og líkamlegri heilsu. Tel það hins vegar hægara sagt en gert í sumum tilfellum. Það er alltaf að sýna sig betur og betur með rannsóknum hvernig hugsanir okkar og tilfinningar tengjast líkamanum beinum böndum.

Svo er það spurning hvort kosið verði 9. maí á afmælisdaginn minn eða hvort valinn verði annar dagur. Það er ekki sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn sé einráður um dag. Það að fresta landsfundi þeirra er í beinum tengslum við fyrirhugaðar kosningar. Sjálfstæðismenn eru með kosningamaskínu sem skilað hefur þeim miklu fylgi og kunna vel að fara í kosningabaráttu.

Ég tel hins vegar að þeir muni bíða afhroð að þessu sinni þrátt fyrir vel smurða kosningavél. Fólk hefur áttað sig á því að þeir bera meginábyrgð ástandsins á herðum sínum og hafa setið með ábyrgð á efnahagsmálum þjóðarinnar síðustu 17 ár. Þeir bera langmesta ábyrgð á því kerfi sem nú er hrunið þrátt fyrir að allir stærri flokkar beri vissa ábyrgð. Einnig hafa þeir ekki staðið sig sem skyldi að jafna út kjör þegnanna og hafa hampað auðvaldinu en gefið lítið fyrir þá sem minna mega sín. Þessi flokkur stendur fast á gildum sínum um sjálfhyggju og græðgi einstaklingsins og sumir séu betri en aðrir eins og sést hefur í því hvernig þeir hafa hampað þeim sem best hafa haft það m.a. með skattalöggjöf sinni. Þar hafa skattarnir verið lækkaðir mest hjá þeim sem langhæstar tekjur hafa en hækkað á þá sem verst hafa það. Fullkominn öfugsnúningur. Einnig hafa þeir setið eins og varðhundar og varið þá sem bera ábyrgð á hruninu án þess að neinn beri ábyrgð. Þessi flokur þarf að fara í frí, það vita allir. Innan hans er þó mjög gott og hæfileikaríkt fólk eins og í öllum flokkum.

Nú verður spennandi að sjá hvernig spilast úr málunum. Stórtíðindi úr Valhöll, Samfylking í upplausn, engar breytingar sjáanlegar hjá vinstri grænum...

 

 


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já það gengur mikið á og mikið álag hlýtur að vera á Geir og Ingibjörgu,vonandi batnar þeim fljótt og vel. Hvort það verður kosið á afmælisdaginn þinn (yngsta dóttir mín á líka afmæli 9 mai) það á eftir að koma í ljós.

Kveðja til þín.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 24.1.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband