Risavaxið verkefni þarf að vinna í samvinnu

Nú er mál að linni.

Nú er komið að því að stjórnmálamenn hér á landi þurfa að hugsa út fyrir hinn hefðbundna ramma stjórnmálanna. Það hefur sýnt sig að það að ætla að leysa þessi gríðarvöxnu verkefni eftir hinni hefðbundnu leið stjórnmálanna virkar ekki. Það virðist leiða til þess að sterkar og öflugar persónur missa heilsu og brotna við það að standa undir þeim mikla bagga sem á þjóðinni liggur. Þar má vísa í Ingibjörgu, Geir og jafnvel Jóhönnu sem virðist eðlilega farin að þreytast við að draga þjóðarskútuna hripleka áfram. Það virðist leiða til endalausrar óreiðu með stjórnarslitum, kosningum og afsögnum. Slíkt skapar óvissu og tefur framgang þeirra mikilvægu mála sem bíða úrlausnar.

Ég tel að nú þurfi stjórnvöld að einhenda sér í algjör samvinnustjórnmál. Menn þurfa að skilgreina vandann, forgangsraða, taka ákvarðanir varðandi lausnir, bretta upp ermar og leggja af stað - í sameiningu með þjóðina að baki sér.

Sem dæmi um hvernig þetta hefur ekki verið gert þá er Samfylking fyrst núna farin á mjög óljósan hátt að kynna tillögur í anda þess sem við í Framsókn komum með fram í febrúar varðandi skuldavanda heimilanna og fyrirtækja. Ef sest hefði verið niður strax og ALLAR mögulegar lausnir skoðaðar af skynsemi óháð því hvaðan þær koma og smíðað úr ólíkum lausnum bestun á þeim öllum þá værum við sennilega ekki eins djúpt sokkin í okkar eigin súpu og raun ber vitni.

Vonandi er ekki enn einn fjölmiðlasirkúsinn farinn í gang þar sem íslenskir stjórnmálamenn leika aðalhlutverk án þess að nokkur verði uppskeran fyrir þjóð í sárum. Vonandi verður þessi dagur til þess að ári eftir hrunið séum við vitrari og búin að átta okkur á því að það verkefni sem við stöndum frammi fyrir leysir engin ein manneskja eða einn flokkur.

Það gerum við öll með því að vinna saman!


mbl.is Enginn bilbugur á stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góð færsla frænka..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.10.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband