20% skuldaleiðrétting Framsóknar

Í dag eru 2 ár liðin frá falli bankanna.

Síðan hefur ýmislegt gengið á sem vart þarf að nefna og hefur verið ákaflega sársaukafullt fyrir alla þjóðina.

Í febrúar 2009 komum við í Framsóknarflokknum fram með vel útfærðar efnahagstillögur m.a. um 20% almenna skuldaleiðréttingu með mögulegu þaki. Rökin voru m.a. þau að svigrúm hefði skapast við 45% afslátt þann sem nýju bankarnir keyptu lánin af gömlu bönkunum á og eðlilegt væri að hluti af þeim afslætti gengi áfram til skuldara sem situr uppi með stökkbreytt lán í stað þess að lánveitandi nyti alls ágóðans af því.

Þessi leið var kæfð niður og hún sökuð um að vera til þess fallin að hygla þeim sem háskalegast hefðu farið og hún myndi setja Íbúðalánasjóð á hausinn. Ég velti því fyrir mér hvort hún hafi ekki þótt nógu góð vegna þess að hún kom frá Framsókn. Ég vona að stjórnmálin læri það í framtíðinni að hætta að dæma lausnir eftir því hvaðan þær koma heldur meta þær eftir því hversu góðar þær eru því ég leyfi mér að fullyrða að við værum í betri málum í dag hefði þessi leið strax farið upp á borðið og verið rædd og bætt með tillögum annarra flokka og aðila. Þær leiðir sem farnar hafa verið síðan þá hafa ekki náð til hins almenna borgara heldur verið ómarkvissar og ógagnsæjar og margt af því sem við töluðum um hefur því miður komið í ljós.

Hagsmunasamtök heimilanna og ýmsir aðrir hafa komið með tillögur sem eru mjög í anda þess sem við komum með.

Vonandi er að rofa til núna og vonandi verður farið í einhvers konar lækkun á höfuðstól stökkbreyttra lána því ég tel að flestir séu farnir að sjá að það sé ein skásta leiðin sem við getum farið.

Það er algjörlega nauðsynlegt að koma til móts við almenning og stöðva þá gríðarlegu eignaupptöku sem átt hefur sér stað undanfarin tvö ár. Það er ömurlegt að vera búinn að strita fyrir íbúðinni sinni en sjá eign sína í henni hverfa svo á sama tíma og bankarnir sem eru stórir gerendur í hruninu eru að skila gríðarlegum hagnaði! Það er ömurlegt að horfa upp á hinn almenna borgara festast í viðjum skulda og verða að hálfgerðum þrælum fyrir þessa sömu banka.

Nú er tími til kominn að almenningur fái það réttlæti sem hann á skilið, við náum sátt og getum byggt samfélag okkar upp að nýju með góðri samvinnu okkar allra.

Hér má sjá efnahagstillögur Framsóknar:

http://www.framsokn.is/files/efnahagstillogur_framsoknar.pdf

Hér má sjá tillögur okkar að þjóðarsátt:

http://www.framsokn.is/files/thjodarsatt_2010_tillogur.pdf

 


mbl.is „Þetta var gott samtal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband