Ég er búin að fá nóg!

 

island.jpg

 

Hvenær höfum við náð botni óréttlætisins?

Hvenær verður eitthvað réttlæti í þessu samfélagi?

Hvar á maður að byrja?

Það voru óráðsíumenn á vegum bankanna og fjármálafyrirtækjanna sem bera mikla ábyrgð á hruni íslensks fjármálakerfis.

Þessir bankamenn voru á ofurlaunum vegna þess hversu mikla ábyrgð þeir báru. 

Þegar sýndarviðskiptin þeirra hrundu eins og spilaborg til grunna þá sáu þeir ekki ástæðu til þess að taka neina persónulega ábyrgð á þessum hamförum af þeirra eigin völdum. 

Enn er ekki búið að draga þá fyrir dómstóla eða leita uppi stóran hluta þess fjár sem hvarf út í loftið (hluti þess var auðvitað aldrei til í raunveruleikanum). 

Hver situr uppi með skaðann? Almenningur! Aldrei hafa þeir verst settu orðið jafn illa úti og aldrei hefur millistéttin verið í eins mikilli hættu á því að þurrkast út.

Þegar bankarnir skiptu um kennitölur (sem almenningur getur ekki gert) og færðu lánin yfir í nýju bankana þá sáu þeir enga ástæðu til þess að láta eitthvað af þeim kröfum sem þegar var búið að afskrifa og orðið tap erlendra kröfuhafa renna áfram til almennings með skuldaleiðréttingu. Nei, þeim fannst alveg eðlilegt að kaupa lán á 10 milljónir en rukka svo skuldarann um 20 milljónir fyrir utan auðvitað margfalda þessa upphæð í vexti og gjöld. Bankarnir sáu og virðast ekki sjá neitt athugavert við það að rukka almenning um stökkbreytt lán upp í topp.

Þeirra framlag er að finna og setja á fót fín úrræði til þess að hjálpa saklausum almenningi að borga óreiðuskuldir bankanna sem hinn almenni borgari á bara ekkert í.

Frá hruni hafa bankarnir baðað sig upp úr hagnaði en almenningur hert sultarólina og fólk sveltur á Íslandi í dag. Börn eru svöng og fá ekki tannlæknaþjónustu vegna þess ástands sem skapast hefur. 

Blóðtakan hefur verið og verður dýrkeypt og bankarnir baða sig upp úr blóði, svita og tárum almennings.

Hvernig í veröldinni dettur þessu fólki það í hug að það sé bara eðlilegt að vera með fleiri milljónir í laun á mánuði á sama tíma og almenningur er að veslast upp vegna afglapa þessara sömu banka???

Ekki nóg með það heldur ætlar íslenska velferðarstjórnin ofan á allt að reyna það til þrautar að láta almenning taka á sig Icesave skuldirnar sem eru tilkomnar vegna gegndarlausrar græðgi einkabanka sem þótti ekki nóg um að seilast í vasa Íslendinga heldur þurfti að ryksuga upp sparifé Evrópu líka til að halda uppi sukkinu.

Hvað getur réttlætt það að sumir í okkar samfélagi séu með 160 þúsund krónur til að lifa af mánuðinn á meðan forsprakkar þessara glæpastofnana eru með 4.3 milljónir (og ég hreinlega efa að öll laun og hlunnindi komi fram í þessum tölum)?

Hvað getur réttlætt 27 faldan mun á vinnuframlagi tveggja einstaklinga í okkar samfélagi?

Getur einhver svarað því???


mbl.is Ótrúlegar fréttir af launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Velkomin í hópinn...  Þú ert ekki ein

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.3.2011 kl. 01:28

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svo var það þessi spurning "Hvað getur réttlætt 27 faldan mun á vinnuframlagi tveggja einstaklinga í okkar samfélagi?

Getur einhver svarað því??"

Því er auðsvarað, þetta fólk sem hefur 27 föld laun láglaunamanns, ber svo mikla ábyrgð í störfum sínum.  Það hefur sýnt sig eftir hrunið hversu verðskulduð þessi ofurlaun voru og eru í dag... 

Ég bíð eftir því að fólkið sem skammtaði sjálfu sér laun undanfarin ár verði látið sæta ábyrgð á gjörðum sínum vegna ákvarðana sinna, sem stuðluðu að hruninu og að stjórnin sem situr við völd núna setji þak á laun og banni bónustengd laun.  Allavega í nokkur ár

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.3.2011 kl. 02:40

3 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

heyr heyr

Steinar Immanúel Sörensson, 8.3.2011 kl. 10:39

4 identicon

heyr heyr!

Einar (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 10:57

5 identicon

Órökstutt tilfinningarunk... ég vil fá tímann minn til baka

Viktor Traustason (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband