Yfirlýsing vegna afsagnar minnar og úrsagnar úr Framsóknarflokknum

 

Yfirlýsing

 

Ég, Kristbjörg Þórisdóttir, formaður landssambands framsóknarkvenna hef látið af störfum sem formaður og sagt mig úr Framsóknarflokknum.

Ástæða úrsagnar minnar er fyrst og fremst sú að ég tel mig ekki lengur eiga samleið með Framsóknarflokknum.

Ég tel að til þess að byggja upp betra samfélag en það sem var hér fyrir hrun þurfi grundvallarbreytingar að eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum sem og innan stjórnmálaflokkanna. Bæta þarf vinnubrögð þeirra, lýðræðisvæða þá, tryggja gagnsæi og gæta vel að mögulegum hagsmunatengslum. Einnig þurfa stjórnmálaflokkarnir að tryggja jafnræði beggja kynja í öllu starfi.

Framsóknarflokkurinn hefur unnið mikið verk að ákveðnum breytingum. Ekki hefur þó verið gengið eins langt í grundvallarbreytingum og ég hefði viljað sjá.

 

Ég mun ekki tjá mig frekar um úrsögn mína við fjölmiðla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Til hamingju, þú er skysemdar kona...

Vilhjálmur Stefánsson, 26.11.2011 kl. 20:58

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Manneskja að mínu skapi. Ekki alltaf sammála þér. En hef sagt það á netinu áður að ég sé þig fyrir mér sem manneskju sem sem lætur málstað þinn ganga framar flokkshagsmunum. Þarf örugglega kjark til að gera svona eftir að hafa starfað í flokki með þessu fólki svona lengi. Flott hjá þér. Þú ert í hópi hjá mér með Siv og Eygló sem þær manneskjur innan framsóknar sem virkilega hugsa málin út frá hag þjóðarinnar frekar en að fylgja línum sem einhver flokkstjórn mótar. Finnst t.d. frábært þegar að Siv skammar Alþingi fyrir framgöngu þingmanna, og pælingar Eyglóar um mál sýna að hún veltir fyrir sér kostum og göllum en fylgir ekki alltaf fyrirmælum frá formanni. 

Gaman að vita hvað stendur til hjá þér! Gangi þér vel!

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.11.2011 kl. 21:03

3 identicon

Til hamingju Kristbjörg með að segja þig frá þessu viðbjóðslega spillingarapparati. Bendi þér á að tala við fólkið í Hreyfingunni viljir þú vinna að almannahagsmunum.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 21:42

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ræðst afstaða þín að einhverju leyti af andúð framsóknar á ESB? Mig langar bara að fá að vita hvort það sé einn eða helsti ágreiningspunkturinn? Þ.e. ert þú fylgjandi inngöngu Íslands í ESB?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 22:56

5 identicon

Gangi þér allt í haginn. Baráttan gegn spillingunni á Íslandi er rétt að byrja, nú er bara að finna sér réttan farveg til að bæta Ísland

Elín Erna Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 22:59

6 identicon

Allt fallega fólkið að fara úr Framsókn.

caramba (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 23:14

7 identicon

Stattu með þér og gangi þér vel. Þetta var alltaf spurning um tíma. Ég er hrifinn af skrifum þínum um sálfræði og sé þig gegna mikilvægu hlutverki í kynningu og uppbyggingu á hagnýtri sálfræði. Njóttu frelsisins.

Halldór Kr. Júlíusson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 09:57

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Steinar! Kristbjörg hefur aldrei svo ég hafi séð lýst afstöðu sinni til inngöngu í ESB. Hún hefur sagt að hún  vilji sá samninginn og að þjóðin meti hann síðan í þjóðaratkvæði. Enda ef þú lest yfirlýsingu hennar og kynnir þér skrif hennar þá vill hún

Bæta þarf vinnubrögð þeirra, lýðræðisvæða þá, tryggja gagnsæi og gæta vel að mögulegum hagsmunatengslum. Einnig þurfa stjórnmálaflokkarnir að tryggja jafnræði beggja kynja í öllu starfi. 

Og skv. fréttum er hún hundóánægð með hvernig var t.d. tekið á kosningu hennar í embætti formanns framsóknar kvenna. Hvernig Siv og Eyglól var refsað fyrir að leggja fram tillögu til að leysa úr deilum á þingi í haust.  En þið ESB andstæðingar metið fólk bara eftir því hvort að þið sjáið hugsanlega að fólk sér fylgjandi eða á móti ESB og sjáið alltaf einhver plott í öllum gerðum fólks. 

En ég efast ekki um að ef að ESB innganga hefði verið málið þá hefði Kristbjörg sagt það.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2011 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband