SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar kemur eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál og samfélag :)

SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðarMikið er þetta ánægjulegur og eftirminnilegur dagur.

Dagurinn sem við stígum fram sem höfum staðið að undirbúningi SAMSTÖÐU nýs stjórnmálaflokks og hlökkum til að fá sem flesta til liðs við okkur. Það var lýsandi að finna storminn sem geisaði úti á meðan blaðamannafundurinn fór fram. SAMSTAÐA kemur eins og stormsveipur inn í íslenskt samfélag og stjórnmálin og svo er nú sitjandi varaformaður og einn undirbúningsaðilanna kenndur við storm :).

Hópurinn hefur starfað vel saman í góðri samvinnu og samstöðu og er afar margbreytilegur þar sem bakgrunnur okkar er æði misjafn. Mörg okkar hafa starfað með öðrum stjórnmálaflokkum en eigum það sameiginlegt að hafa ekki fundið nógu góða samleið með þeim og teljum að ráðast þurfi í róttækari breytingar og aðgerðir en rótgrónir flokkarnir hafa verið tilbúnir í.

Það sem við eigum sameiginlegt að mínu mati er að við viljum breytingar í íslenskum stjórnmálum og breytingar í samfélaginu. Við viljum tryggja það að á þessu litla stórbrotna auðuga landi geti allir haft það gott. Þannig ætti það að vera þar sem við erum fámenn þjóð sem búum á einu gjöfulasta landi heimsins. Velferð okkar allra er algjör grundvöllur heilbrigðs samfélags. Eitthvað hörmulegt hefur farið úr skorðum á undangengnum árum þar sem misskipting er sívaxandi og sameiginlegur auður þjóðarinnar hefur safnast á örfárra manna hendur sem hafa leikið sér með framtíð okkar eins og matador peninga og ógnað öryggi okkar. Þetta verður að leiðrétta. Hér þarf einnig að endurskoða allar þær leiðir sem færa valdið aftur til fólksins en Ísland á að geta verið fyrirmyndarland lýðræðis. Með því að fólk geti haft bein áhrif á samfélag sitt og tekið ábyrgð á erfiðum ákvörðunum eykst SAMSTAÐA. 

Breytingar krefjast framkvæmda. Við höfum nú þegar sett inn í grundvallarstefnuskrána að þingmenn geti einungis setið 10 ár í einu á þingi en það er afar mikilvægt til þess að tryggja að Alþingi sé skipað fulltrúum almennings en ekki stjórnmálastétt sem missir tengsl sín við almenning og hugsjónir sínar í upphafi. Einnig er að mínu mati of mikið af verkum sitjandi þingmanna sem mögulega ráðast af þeirra eigin áframhaldandi setu og því mikilvægt að koma í veg fyrir það. 

Í SAMSTÖÐU munum við leggja mikla áherslu á gagnsæi með því að almenningur hafi alltaf aðgang að upplýsingum sem ekki eru varðar t.d. persónuverndarlögum eins og til dæmis upplýsingar um hvaða fólk skipar trúnaðarstöður flokksins. Hagsmunaskráning þeirra sem gegna trúnaðarstöðum er einnig mjög mikilvæg til að tryggja að möguleg hagsmunatengsl séu gagnsæ. 

Drög að siðareglum eru í mótun hjá undirbúningshópnum og munum við leggja mikla áherslu á þá siðvæðingu í stjórnmálum sem er svo mikilvæg forsenda þess að traust skapist að nýju og raunveruleg endurreisn verði.

Ég hvet áhugasama til þess að koma á kynningarfund í Fjörukránni annað kvöld kl. 20 og svo munum við auglýsa fundi í öllum landshlutum í febrúar þar sem mikil eftirspurn hefur verið eftir því að fá okkur líka út á land enda erum við framboð á landsvísu og hlökkum til að hitta sem flesta um landið :).

Á vefsíðu SAMSTÖÐU er hægt að sjá frekari upplýsingar m.a. grundvallarstefnuskrána en vissulega er ýmislegt enn í mótun hjá okkur :)

SAMSTAÐA til nýrrar og betri framtíðar fyrir íslenska þjóð :)


mbl.is C-vítamín þarf í samfélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Læk til ykkur :-)

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 7.2.2012 kl. 21:45

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Til hamingju með daginn Kristbjörg og til hamingju við öll, með spennandi valkost í stjórnmálum landsins.   Ég hef þá trú að Samstaða verði sá stormsveipur sem beðið hefur verið eftir og að flokkurinn muni eiga eftir að breyta mörgu til góðs.

Jón Óskarsson, 7.2.2012 kl. 22:12

3 Smámynd: Sólbjörg

Fagna framboði Lilju sem afli til að þurrka út hina vinstri miðjuflokkanna- og komi góðu til leiðar í samstarfi með xD og F

. Bind vonir við að tilvist Samstöðu tryggi að við þurfum aldrei framar að sjá Samfó eða VG í ríkistjórn. Græt það ekki ef VG kæmu ekki manni á þing í næstu kosningum.

Sólbjörg, 8.2.2012 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband