Þjóðarstolt :)

Ég er sérlega þjóðarstolt í dag. Hef svo sem oft áður verið stolt af okkar einstöku þjóð en í dag sérlega stolt.

Strákarnir okkar stóðu áðan í pallinum í Peking og fengu silfrið um hálsinn. Hvern hefði órað fyrir því að við næðum svona langt.

Það er alveg einskær árangur okkar manna og í dag höfum við eignast hóp af þjóðhetjum! Strákarnir okkar eru hverju okkar innblástur um það sem fámenn en áhrifamikil þjóð getur afrekað úti í hinum stóra heimi! Það er sérstaða okkar að hvert og eitt okkar er megnugra en fjölmennari þjóðir. Hvert okkar er á við fjölda í milljónaþjóð. Gleymum því aldrei og nýtum okkur það!

Þegar maður segist vera Íslendingur þá kemur ætíð þetta ahhh.. "Iceland, vow". Já, við erum stærst í heimi, ekki spurning!

Því að vera stór fylgir samt sem áður ábyrgð og því megum við heldur ekki gleyma. Við höfum til að mynda ærið tækifæri til að láta að okkur kveða á heimsvísu. Við eigum að búa vel í haginn fyrir okkur sjálf en eigum einnig að taka þátt í sameiginlegum skyldum heimsins. Eitt dæmi um það er að nýta þann byr sem við höfum fengið á ólympíuleikunum til þess að minna á mannréttindi og í stað þess að ræða aðeins um fríverslunarsamninga og handbolta að minna á þau. Ólafur Ragnar Grímsson ágætur forseti vor, mannréttindi koma framar í forgangsröðina! Við eigum engu að síður að vinna hag okkar sem bestan og þú stendur þig vel í því en gleymum ekki stuðningi okkar við aðrar smáar þjóðir eins og Tíbet. Þetta tvennt á að vera samrýmanlegt.

En ég ætla ekki að lengja þennan pistil. Það er sól í sinni í dag og ég tek ofan og flagga fyrir þjóðarhetjum okkar sem hafa lagt allt í sölurnar okkur til einskærs sóma.

TIL HAMINGJU STRÁKAR!

TIL HAMINGJU ÍSLAND!

Ég ætla að enda pistilinn á því sama og gert var seint í gærkvöldi þegar flugvélin mín lenti og klappa ærlega fyrir okkur Íslendingum!

klapp klapp klapp Smile

Ég minni alla á tónleika í kvöld í Salnum í Kópavogi sem hefjast kl. 20 og bera heitið "Raddir Tíbet".

http://www.salurinn.is/default.asp?page_id=7502&event_id=5911

 


mbl.is Íslendingar flagga fyrir strákunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband