Og hvað ætla Geir og Þorgerður að gera fyrir námsmenn erlendis?

Það verður nú að segjast eins og er að það er ekkert sérlega hughreystandi að lesa nánast sömu fréttina aftur og aftur um það að staða krónunannar sé slæm en þetta muni vonandi ekki hafa mikil áhrif á fyrirtækin í landinu og þetta sé bara ástand sem vari og fólk þurfi að komast í gegnum en ekki sé alveg vitað hvenær lagist...

Það þarf kannski að minna Geir á það að við hverja einustu sveiflu krónunnar niður á við þá snarversna kjör námsmanna erlendis. Þetta þekki ég vel af eigin raun sem námsmaður í Danmörku. Þegar ég flutti út í fyrra þá var gengið að sveiflast frá 10kr. í 12kr. Núna er það 18.19kr!!! Það hefur sem sagt nánast tvöfaldast. Ég fór út með sjóð til þess að nota fyrst um sinn en hann rauk niður mun fyrr en útreikningar mínir höfðu spáð og þarf ég því að lifa af yfirdráttarláni gegn lánsloforði frá LÍN.

Húsaleigan mín hefur á þessu ári hækkað um að minnsta kosti 30% og hver einasti kaffibolli sem ég kaupi er því þriðjungi dýrari en hann var. Það kostar námsmann í Danmörku 630 kr. ísl. að kaupa sér einn lítinn kaffibolla sem kostaði 350 kr. ísl. í fyrra þegar krónan var 10.

Ekki er nú eins og námsmenn hafi lifað í vellystingum áður fyrr en nú er ástandið orðið mjög alvarlegt og hefur jafnvel borið á því að námsmenn hafi farið heim. Það er mjög slæmt fyrir okkur sem þjóð því það er mjög jákvætt að ungt fólk fari erlendis í nokkur ár til þess að víkka sjóndeildarhringinn, efla sig persónulega og koma svo með nýja þekkingu inn í landið.

En hvað ætla Geir og Þorgerður Katrín og hinir í ríkisstjórninni að gera? Ekki hef ég tekið eftir því að þau hafi svo mikið sem minnst á námsmenn erlendis og aðspurð á þingi af Birki Jóni Jónssyni þingmanni okkar framsóknarmanna þá sagðist hún ekkert ætla að gera.

http://www.birkir.blog.is/blog/birkir/entry/639735/ http://www.althingi.is/altext/135/s/1319.html

Þetta ástand hefur það í för með sér að námsmaður sem fær X mikið af dönskum krónum í námslán fær sömu áætlun en hver danska króna kostar hann miklu meira þegar greiða á lánið tilbaka. Þannig getur lán hæglega orðið þriðjungi hærra en áætlað var og þar er í mörgum tilfellum verið að tala um nokkrar milljónir aukalega á bakið. Þorgerður Katrín sem menntamálaráðherra ætti að hafa mun meiri metnað og standa betur vörð um hag námsmanna en raun ber vitni.

Sjá góða grein Eggerts Sólbergs Jónssonar um sama efni:

http://www.suf.is/?i=49&expand=21-42-49&b=1,580,Fréttir.Birting

Fyrir utan þetta allt saman þá var LÍN að breyta reglunum á þann hátt að það felur í sér 10% kjaraskerðingu fyrir námsmenn erlendis eins og kemur fram í bréfi sem SÍNE hefur sent félagsmönnum sínum og birt er á vefsíðu þeirra: http://sine.is/user/news

Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) hafa borist kvartanir frá félagsmönnum í Danmörku að undanförnu í kjölfar útgáfu lánsloforða fyrir komandi vetur.

Úthlutunarreglum LÍN var breytt á róttækan hátt í vor og var meginmarkmið breytinganna að samræma og einfalda lánareglurnar. Helstu breytingarnar við reglurnar voru þær að nú eru námslán greidd í samræmi einingafjölda en ekki eftir þeim fjölda mánaða sem námið varir. Íslenska skólaárið var notað til viðmiðunar þar sem fullt nám til 60 ECTS eininga spannar 9 mánuði.

Talað var um að þetta skólaár yrði prófsteinn á þessar breytingar og í framhaldinu yrði skoðað hvernig nýju reglurnar reynast. Mikið var lagt upp úr að miða við ECTS einingar og að allir sætu við sama borð.

Íslenskir námsmenn í Danmörku eru lang stærsti hópur íslenskra námsmanna erlendis og hljóta skv. hinum nýju reglum um 10% kjaraskerðingu vegna þessara breytinga. Hlýst það af því að í stað þess að fá lánað fyrir 10 mánaða námsári verður nú aðeins lánað fyrir loknum einingum, sem jafngildir í raun framfærslu 9 mánaða.

Á síðasta stjórnarfundi LÍN kom SÍNE með bókun þar sem lýst var yfir miklum áhyggjum og vonbrigðum með þennan galla á hinum nýju lánareglum.
Námsmenn í Danmörku mega búast við frekari aðgerðum af hálfu SÍNE. Í smíðum er ályktun sem send verður út á vegum SÍNE þar sem bent verður á alvarleika þeirrar stöðu sem íslenskir námslánaþegar í Danmörku standa frammi fyrir, krafist breytinga á lögunum og að þessum stóra hópi verði tryggð ásættanleg framfærsla miðað við lengd skólaárs.

Stjórn SÍNE mun leggja ofuráherslu á að leiðrétta þetta og þrýsta á stjórnvöld og stjórn Lánasjóðsins til þess að knýja breytingar fram.

Það er alveg morgunljóst að það verður að koma til móts við námsmenn erlendis sem munu fá 9 mánaða lánsloforð sem þeir verða að fjármagna á ofurháum yfirdráttarlánum og lifa við gríðarlega kjaraskerðingu vegna stöðu krónunnar. Að loknu námi koma svo heim með þungar skuldir á bakinu og eiga margir þá eftir að kaupa sína fyrstu íbúð og eiga börn. Þetta er dæmi sem gengur ekki upp!

Framsóknarmenn með Birki Jón Jónsson í broddi fylkingar hafa lagt til endurskoðun á þessu fyrirkomulagi og að 1/3 hluti námslána breytist í styrk sé námi lokið á tilskildum tíma. Þetta hefur líka í för með sér að námsmenn skila sér fyrr út í atvinnulífiið og virkar sem hvati. http://www.althingi.is/altext/135/s/0019.html

Þetta frumvarp fékk því miður ekki afgreiðslu á síðasta þingi en hér er um gríðarlegt hagsmunamál námsmanna að ræða og mikilvægt að námsmenn þrýsti á að það komist í gegn. Það þarf ekki að nefna það að hér í Danmörku þá fá námsmenn svokallað SU sem er styrkur frá danska ríkinu allt árið og er um 4000 Dkr. (72000 ísl. kr.) á mánuði ef ég fer rétt með og geta ofan á það sótt um námslán! Það er því alveg ljóst að íslenskir og danskir námsmenn sitja langt í frá við sama borð.


mbl.is Staða krónunnar tímabundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni  Guðnason

Það þarf ekki að nefna það að hér í Danmörku þá fá námsmenn svokallað SU sem er styrkur frá danska ríkinu allt árið og er um 4000 Dkr. (72000 ísl. kr.) á mánuði ef ég fer rétt með og geta ofan á það sótt um námslán! Það er því alveg ljóst að íslenskir og danskir námsmenn sitja langt í frá við sama borð.

tad getur tú líka ef tú hefur búid hér í dk í 2ár

Guðni Guðnason, 18.9.2008 kl. 21:59

2 identicon

Námslán eru á 2% vöxtum, eða voru það fyrir nokkrum árum, eru þau verðtryggð?

Ég er sammála þér að það ætti að greiða út lánin fyrirfram eftir að maður hefur staðið sig og sýnt fram á námsárangur eftir fyrstu önnina. En ég held að hér eins og á svo mörgum öðrum stöðum þurfa heiðarlegir að þola að óheiðarlegir hafi misnotað kerfið.

Kveðja, Káta

Káta (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 00:27

3 identicon

Það er reyndar ekki rétt að það sé nóg að hafa búið hér í tvö ár til að fá SU, maður þarf að hafa unnið í tvö ár eða verið giftur dana í tvö ár. Sú vinna sem maður vann í þessi tvö ár þarf líka að vera tengd því námi sem þú ert að fara í. Þannig að ef Kristbjörg ætti að fá SU þyrfti hún að vinna á geðdeild eða eitthvað álíka í tvö ár áður en hún hæfi námið. Málið er að hér er ekki svo auðvelt að fá vinnu ef þú ert ekki búin með kandídatinn þannig að flestir hafa ekki tækifæri á að vinna við það sem tengist náminu sínu og eru að sjálfsögðu að fara í námið til þess að fá réttindi til að vinna við sitt fag.

Kristrún (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Sigríður G. Malmquist

Já þetta segir mér bara að flytja ekki aftur til Íslands ef maður er með eitthvað vit í kollinum! Eignast börnin sín hér svo þau þurfa ekki að ganga í gegnum sömu vitleysuna og við erum að gera núna. Því ekki sé ég fram á breytingar á þessu kerfi!

Sigríður G. Malmquist, 20.9.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband