Allt er þegar þrennt er

Jæja maður vaknar við enn eina martröðina enn einn morguninn. Hvar tekur þetta enda?

Maður spyr sig bara að því hvað kemur næst og hvaða áhrif mun þetta hafa?

Þetta er eins og spilaborg sem hrynur í takti við dómínó kubba.

Þegar þetta endar allt saman þá munum við byggja þetta upp að nýju. Til þess eigum við mikla frumkvöðla, gríðarlega reynslu og kraft. Þá munum við búa vel að þeirri sársaukafullu reynslu sem við erum að ganga í gegnum núna og byggja upp miklu betra samfélag fyrir framtíðina og komandi kynslóðir.

Það er hins vegar mikilvægt á næstu dögum, vikum, mánuðum og árum að nota öll okkar verkfæri til þess að efla okkur eins og mögulegt er og hlúa að þjóðinni í sárum sínum.

Ég tel að ríkið þurfi að huga verulega að því á næstunni að nýta vel þann mannauð sem við búum yfir. Það mun á næstu misserum verða mikill þungi á allri félagsþjónustu í landinu bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ég tel að nú þurfi að hugsa sérlega að því að koma sálfræðingum inn í félagsþjónustuna og heilbrigðiskerfið. Það þarf að greiða aðgengi almennings að sálfræðingum. Hefði átt að vera löngu komið en nú verður að bregðast strax við. Það á að skapa aðgengi að öllum sáflræðingum landsins! Ekki er vanþörf á því og slíkt mikilvægt til þess að vandinn verði ekki meiri en þörf er á. Einnig þarf að veita fólki fjármálaráðgjöf og á síðunni sem Jóhanna og félagar eru að setja upp er mikilvægt að góðar fjárhagsleiðbeiningar verði og heimilisbókhald.

Tek nú bara undir orð þeirra á Bylgjunni í "Ísland í bítið" að það mun þó enginn geta tekið af okkur útlitið Smile.


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kapítalisminn er hruninn !!!!

Jessss.....brosið hringinn með roð í kinnum!!!!

Dís

Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband