77% hrun í gær á bréfum í Kauphöllinni?

I was shocked last night to hear that the Icelandic stockmarket index plunged 77% yesterday. This is not good!!!!!

Þetta mail fékk ég frá vini sem býr í Sviss í morgun.

Sömu fréttir voru hér í dönsku sjónvarpi í gærkvöldi. Einnig frétt um að Danir séu að lána okkur 200 milljarða evra vegna gjaldreyrisskiptasamninga. Anders Fogh var spurður að því hvort að þetta væri gert til þess að Íslendingar myndu ekki taka við láni frá Rússum. Hann vildi nú meina að það væri heldur neikvæð sýn á málið.

Af hverju finn ég ekkert um þessa miklu lækkun í Kauphöllinni á mbl.is? Ég vissi að bréf bankanna yrðu skráð á genginu 0 en eitthvað lítið er samt skrifað um þetta? Ég er nú hvorki hagfræðingur né viðskiptafræðingur og verð bara að játa það að ég átta mig ekki alveg á því hvað þetta þýðir...


mbl.is Bankaskýrsla undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

mbl er ethvað orðið frekar undarlegt í fréttafluttningi miðað við visi, mikið sem er hætt að skila sér a mbl.

ætli þeir séu að skera niður eða bara ritskoða af gömlum sjálfstæðismanna sið eins og venjan var í denn....

Johann Trast Palmason, 15.10.2008 kl. 06:41

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Forstjóri kauphallarinnar vildi ekki viðurkenna þessa lækkun í viðtali í gær.  Hann segir að bankarnir hafi verið teknir af markaði og miðað við það sé fallið lítilsháttar.

Fallið á vísitölunni er samt sem áður 77% hvort forstjórinn er veruleikafirrtur verður hver að dæma um fyrir sig. 

Magnús Sigurðsson, 15.10.2008 kl. 06:48

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

http://borsen.dk/webtv?clipid=2993

Hér er smá um thetta, segja ad lækkunin sé stór en væntanleg, eftir lokunina. Mér finnst mbl. mjøg tómur, og sé fréttir sem eru beint thýddar frá erlendum blødum. Léleg fréttamennska.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband