Engin töfralausn og hugleiðing um Betri heim

Það mætti líkja því sem er í gangi við jarðskorpurnar tvær sem liggja undir landinu. Önnur þeirra togar í átt til Bandaríkjanna en hin til Evrópu.

Sumir vilja horfa í átt til Ameríku og dollars en aðrir í átt til Evrópu og Evru.

Enn einn hópurinn vill bara leyfa þessum plötum að togna í sundur og fá inn nýja íslenska orku sem kemur þegar plöturnar togast í sundur með nýju íslensku bergi.

Ég held að fólk og ég þar á meðal séum að átta okkur enn betur á því að það er ekki neitt af þessu sem er töfralausn. Það þarf miklu djúpstæðari breytingar á Íslandi en að stökkva af stað á einn eða annan stað. Við þurfum fyrst og fremst að huga að grundvallarbreytingum hjá okkur sjálfum. Þar þurfum við að byrja. Hitt er annað mál að svo verðum við alltaf óhjákvæmilega í samstarfi við aðrar þjóðir en ekki einangruð eyja út í hafi. Hvernig við högum því þurfum við að taka ákvörðun um að vel upplýstu máli og þá á ég við að þjóðin öll viti án áróðurs eða dylgna hvað hver leið felur í sér og geti stolt tekið sína ákvörðun um sína framtíð.

Ég las kafla í Betri heim Dalai Lama í gærkvöldi og ég hugsaði með mér að margir íslenskir athafnamenn, stjórnmálamenn og fleiri ættu að lesa þennan kafla því Dalai Lama hittir naglann á höfuðið. Hann segir m.a.

Allt okkar atferli hefur víðtæk áhrif. Þess vegna skipta siðferðileg ögun, heilindi í framkomu og yfirveguð dómgreind miklu máli fyrir hamingju okkar og velferð í lífinu...Þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við öll eins. Ég er frá Tíbet...Við höfum sama mannlega holdið og þráum öll að vera hamingjusöm og forðast þjáningar...

Það er lykilatriði að við venjum okkur á nægjusemi svo hægt verði að viðhalda friðsamlegri sambúð við önnur ríki...Ef við þráum ríkidæmi myndi ekki skipta neinu máli þótt við næðum að sölsa undir okkur öll auðæfi ríkisins; við myndum líklega einnig vilja ná í auðæfi annarra landa. Þrá eftir gæðum sem eru aðeins til í takmörkuðu magni er aldrei hægt að svala... Skortur á nægjusemi - eða græðgi - sáir fræjum öfundar, harðvítugrar samkeppni og ofneyslu. Hið neikvæða andrúmsloft sem skapast verður gróðrarstía fyrir margvíslegt félagslegt böl sem kallar þjáningar yfir allt samfélagið. (Dalai Lama, 2000 11. kafli).

 


mbl.is Minnkandi áhugi á ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Þetta er nákvæmlega kjarni málsins.  Góður pistil

Ég mæli með myndinni Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum

Hérna er fróðlegt video viðtal við Höfundinn að myndinni

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband