Loksins heyrist rödd fólksins í Framsókn

Framsókn hefur tekist það!!!

Framsókn hefur blásið af krafti til nýrrar sóknar eftir stórglæsilegt flokksþing sitt. Flokkurinn stendur öðrum flokkum langtum framar í því að hlusta á háværar raddir almennings um endurnýjun og hefur svarað að bragði.

Framsókn hefur tekið forystu til breytinga og betra Íslands.

Ég held að þessi könnun endurspegli það að fólk sér að það eru orðnar verulegar breytingar í Framsókn. Flokkurinn hefur skipt um forystusveit sína og ætlar að njóta krafts hennar. Flokkurinn á yfir að skipa mjög hæfu, reynslumiklu og efnilegu ungu og eldra fólki.

Unga fólkið hefur eignast öfluga fulltrúa í Framsókn og það er ákaflega mikilvægt því unga fólkið þarf að hafa áhrif á þær breytingar og uppgjör sem hér þarf að verða þar sem það mun bera þungar byrðar og vill hafa áhrif á það samfélag sem það og börn þeirra munu erfa svo það verði góður valkostur að búa áfram á Íslandi.

Þessi könnun endurspeglar það að við erum á réttri leið í Framsókn.

Við afgreiddum Evrópumálin á glæsilegan hátt þar sem við sögðum að við erum tilbúin að hefja aðildarviðræður við ESB til þess að kanna hvað er í boði en með ströngum skilyrðum til verndar sérstöðu okkar, sjálfstæðinu, landbúnaðinum, sjávarútvegnum og miklum auðlindum. Við í Framókn erum ekki tilbúin að stökkva með næstu hraðlest inn í ESB sem töfralausn sama hvað það kostar eins og Samfylking hefur fest sig í eða neita að skoða þessa leið á þeirri ögurstundu sem Ísland horfist í augu við. Allar leiðir þarf að kanna að betra Íslandi.

Við með Sigmund Davíð Gunnlaugsson nýkjörinn formann okkar í fararbroddi gerum okkur grein fyrir því að mikilvægasta verkefni Íslendinga í dag er að grípa til öflugra neyðaraðgerða til þess að koma fólkinu og fyrirtækjunum í landinu sem eru að svigna undan þunganum til tafarlausrar hjálpar. Það verkefni stendur langtum framar en ESB. Við þurfum að bregðast við og standa vörð um innviði samfélagsins tafarlaust.

Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að endurhugsa allt kerfið á Íslandi og þess vegna samþykktum við ályktun um að kallað verði saman stjórnlagaþing sem yrði skipað Íslendingum, ekki þingmönnum, ekki ráðherrum, til þess að endurskoða stjórnarskrána. Þar má ræða nýjar lausnir en það mikilvægasta er að aðskilja framkvæmdarvald og löggjafarvald. Við samþykktum ályktun um siðanefnd og við ungir framsóknarmenn lögðum mikla vinnu í tillögur að bættum vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum.

Breytingar liggja í loftinu og hjólið hefur rúllað af stað. Framsókn einn flokka hefur sýnt kjark, dug og þor til þess að leiða þessar gríðarmikilvægu breytingar að nýju lýðveldi og betra samfélagi.

Fólk sér kannski að flokkar eru ekki óbreytanlegt form. Þeir eru síbreytilegir og endurspegla fólkið sem í þeim er og stöðu samfélagsins á hverjum tíma. Því er óþarfi að stofna marga nýja flokka sjái fólk að það á samleið með einhverjum þeirra flokka sem litróf íslenskra stjórnmála rúmar nú. Ef fólk stofnar aðra flokka er það besta mál en hættan er sú að slíkir flokkar dreifi fylginu og tryggi áfram völd þeirra sem sjálfir hafa spilað sig úr leik og ættu að víkja t.d. Sjálfstæðisflokksins sem er kominn að þrotum fram og þarf að fá hvíld.

Sumir halda kannski að það sé erfitt að láta til sín taka í stjórnmálum. Ég get fullvissað alla um það sem áhuga hafa á því að taka þátt og leggja á sig vinnu að þeir munu hafa áhrif. Ég gekk til liðs við Framsókn 2006 og ég finn að ég hef strax fengið að njóta mín og hafa áhrif og mér hefur verið treyst. Flokkarnir eru því ekki það lokaða vígi sem margir halda (að minnsta kosti ekki minn flokkur Framsókn). En til þess að hafa áhrif þá þarf maður líka að láta til sín taka og leggja á sig vinnu.

Hvet alla til þess að skoða Framsókn og taka þátt í þeirri mikilvægu byltingu á íslensku stjórnkerfi sem liggur í loftinu. Saman getum við byggt upp framúrskarandi samfélag!

Áfram til nýrrar sóknar - Framsókn :)

www.framsokn.is www.suf.is

 


mbl.is Framsókn með 17% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband