Ofbeldi leysir ekki vandann

Það er dapurt að horfa á fréttamyndir að heiman.

Ég er mjög hlynnt því að fólk mótmæli því ef ekki er ástæða til þess að gera það núna þá er aldrei ástæða til þess.

Þjóðin hefur fengið sig fullsadda af fólkinu í fílabeinsturninum og reynir nú að brjóta hann niður.

Ég get hins vegar ekki skrifað undir mótmæli sem fela í sér ofbeldi. Það er ekki hægt að réttlæta ofbeldi gagnvart lögreglumönnum landsins sem eru að standa sína vakt. Ég dáist að þeim sem slógu skjaldborg um lögregluna. Með lögum skal land byggja er sagt og þó að fólki finnist við aðframkomin af gölluðu stjórnkerfi okkar þá er ekki rétta leiðin að ráðast með ofbeldi að okkar eigin laganna vörðum né heldur að eyðileggja byggingar þær sem hýsa stjórnkerfið. Sjálf þurfum við að greiða reikninginn fyrir því.

Ég hvet fólk til þess að finna reiði sinni farveg sem er þjóðinni til heilla. Reiðinni sem ég skil að er mjög mikil og sjálf er ég öskureið yfir mörgu sem viðgengist hefur í okkar samfélagi . Glæst uppbygging getur orðið úr miklu niðurbroti ef menn halda sig frá ofbeldi og beina orku sinni í réttan farveg.

Ég hvet fólk til þess að flykkja sér inn í flokkana og stofna nýja ef þeir finna sér ekki farveg í þeim sem þegar eru starfandi og láta þannig gott af sér leiða við það að fortíðin verði gerð upp, nútíðin verði í lagi og framtíðin björt. Með ofbeldi og múgæsingi fáum við ekki lausnir.

Það er einnig mikilvægt að fólk styðji ályktun okkar framsóknarmanna um stjórnlagaþing þar sem Íslendingar valdir af Íslendingum (ekki núverandi þingmenn eða ráðherrar) fara yfir og búa til nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland sem nú er hrunið en byggja þarf upp að nýju. Þannig má knýja fram viðvarandi breytingar.

Ég ætla að vera í appelsínugulu í dag jafnvel þó ég sé langt frá Íslandi í augnablikinu en með hugann þar að sjálfsögðu.

Við skulum komast í gegnum þessa erfiðu raun saman og halda áfram friðsamlegum mótmælum.


mbl.is Mikilla tíðinda að vænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir gott innlegg og appelsínugulan stuðning

http://www.appelsinugulur.is/

Pétur (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband