Vandaðar kosningar

Það virðast langflestir vera á því að kosningar verði að fara fram fyrr en seinna. Landið rekur stjórnlaust og nýir stjórnendur og leiðtogar þurfa umboð þjóðarinnar.

Það er hins vegar ákaflega mikilvægt að virkilega vel verði vandað til verka.

Með svo stuttan tíma fyrir höndum óttast ég að ekki verði nógu lýðræðislega staðið að undirbúningi, að nýtt fólk komist ekki að og málefnin verði ekki nægilega vel útfærð.

Aldrei hefur verið eins mikilvægt og einmitt nú að virkilega góður hópur veljist inn á þing. Því þarf að vanda sérstaklega til verka og vona ég að þessar kosningar verði vel úthugsaðar og vandaðar að öllu leyti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Flott innlegg frá þér. Einmitt það sem ég er að hafa áhyggjur af. Við erum að tala um kosningar eftir 105 dag. Ekki langur tími. Og sérstaklega ef að fólk vill einhverjar breytingar og nýtt fólk.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband