Vandað skal til verka

Hafa þarf í huga að aðeins um helmingur svarar þessari könnun eða rúmlega 400 manns af 800 og hafa þarf það í huga þegar maður metur marktækni hennar. En það er ljóst að fylgið er engu að síður á fleygiferð og spennandi kosningar framundan...En yfir í annað!

Hávær krafa er uppi um vönduð vinnubrögð og uppstokkun í íslenskum stjórnmálum. Sú krafa er eðlileg í ljósi þess hvernig óvönduð vinnubrögð hafa leitt okkur sem þjóð í stórfengleg vandræði.

Framsókn með nýjan formann í broddi fylkingar tók strax til hendinni með engum vettlingatökum og kom málunum á hreyfingu með tilboði sínu um að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs vantrausti. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók það skýrt fram í öllum viðtölum að slík aðgerð væri gerð með mjög skýrum skilyrðum og aðeins sem tímabundin lausn til þess að koma heimilunum og fyrirtækjunum í landinu til tafarlausrar hjálpar. Eins og alkunna er leiddi þessi atburðarrás til þess að loksins er komin starfhæf ríkisstjórn undir traustu forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur til þess að grípa inn í með öllum sínum mætti og aðstoða þjóðina fram að kosningum.

Það vakti undrun mína að fylgjast með framgangi ýmissa bloggara í kjölfar þessarar atburðarrásar þegar skammaryrðin voru notuð óspart vegna þess að framsóknarmenn stóðu í lappirnar, stóðu við orð sín og þau skilyrði sem sett voru strax í upphafi og vildu vanda til verka. Vönduð vinnubrögð taka lengri tíma en það hlýtur að vera þess virði, er það ekki? Þetta orkar tvímælis að fólk skuli vilja nýtt Ísland en svo þegar einhver hefur kjark í sér til þess að vinna í þeim anda þá vill sama fólk að hlutirnir taki enga stund og viðkomandi fær að finna fyrir því að hann sé að tefja. Ég er ánægð með framsóknarmenn fyrir það að sýna það strax í verki að okkur sé alvara og að við látum ekki slæleg vinnubrögð og hálfkveðin loðin svör stjórna ferðinni með óvönduðum vinnubrögðum einungis þannig að „sýningin geti haldið áfram".

Núna þurfa Íslendingar skýr svör, skýra áætlun með skýrum, tímasettum markmiðum og leiðum að þeim. Núna þurfa Íslendingar pólitíkusa sem dansa ekki eftir takti fjölmiðlanna heldur sitja fast á sínu þar til þeim skilyrðum sem samið var um strax í upphafi er framfylgt. Núna þurfa Íslendingar alla þá Sigmunda sem við eigum til. Þá getum við fyrst talað um vönduð vinnubrögð í stjórnmálum og virkilegan vilja til breytinga. Það er stórmerkilegt að þekktir stjórnmálafræðingar skuli gagnrýna þá einföldu staðreynd að vilja fylgja þessum skilyrðum og saka okkur framsóknarmenn um að hafa gerst full frekir til fjörsins. Ég lít einmitt á það sem gæðastimpil á okkar fólk og vinnubrögð að hafa staðið við orðin og fylgt sinni sannfæringu. Það getur enginn stjórnmálaflokkur varið aðra vantrausti ef skilyrðum sem samið var um í upphafi er ekki fylgt og ekki liggur fyrir nákvæm útlistun á því hvað eigi að leggja áherslu á og hvernig eigi að framfylgja þeim málum.

 Það eru spennandi tímar framundan og eflaust margir sem ganga með góðan stjórnmálamann eða góða stjórnmálakonu í maganum. Margir vilja leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að byggja upp nýtt og betra Ísland. Ég vona að til starfans veljist hæfasta fólkið og að grundvallarskilyrðum verði breytt á þann veg að lýðræðið njóti sín til fulls. Mér hugnast til dæmis vel sú hugmynd að kjósendur geti sjálfir raðað frambjóðendum í röð á framboðslista. Ljóst er að mikilla grundvallarbreytinga er þörf og enginn á lengur neitt gefið á Íslandi. Sem betur fer. Ég hlakka til að fylgjast með þróun mála af hliðarlínunni en mun sennilega ekki taka mikinn þátt að þessu sinni. Minn tími mun koma, eins og Jóhanna sagði endur fyrir löngu!

Höfundur er nemi og situr í varastjórn SUF.

(pistill birtur á www.suf.is í dag).


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Er sálfræðineminn í Árósum virkilega stolt af Halldóri Ásgrímssyni, Finni Ingólfssyni, Ólafi Ólafssyni, Sigurði Einarssyni, Valgerði Sverrisdóttur, Birni Inga Hrafnssyni, Alfreð Þorsteinssyni?

Jóhannes Ragnarsson, 3.2.2009 kl. 21:27

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

En þetta eru nú einusinni eigendur Framsóknarflokksins, Sigurbjörg, og þeir heyra ekki fotíðinni til, heldur nútíðinni og framtíðinni hjá þessum gæfusnauðu samtökum.

Jóhannes Ragnarsson, 3.2.2009 kl. 21:45

3 identicon

 

Íslendingar kusu aftur og aftur thá gjörspiltu flokka sem stydja ránid á audlind thjódarinnar, kvótakerfid. 

Thad er ekki vid ödru ad búast en ad thetta audtrúa og heimska fólk sem fellur fyrir hraesnislegum og algjörlega innihaldslausum slagordum eins og thessum: 

STÉTT MED STÉTT    Á RÉTTRI LEID    KLETTUR Í HAFINU  

Ég geri rád fyrir ad thetta fólk sé jafn thrjóskt og thad er heimskt og vilji hvorki vidurkenna fyrir sjálfu sér né ödrum ad thad sé ad kjósa gegn sínum hagsmunum og haldi thví áfram ad kjósa sidlausa apaketti og drulluhala í anda Halldórs Ásgrímssonar og Davíds Oddssonar.

Jói eitthvad (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:51

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Mikil er sorglegt að fylgjast með mönnum eins og Jóhannesi vera að missa sín rök og andstæðinga úr íslenskri pólitík. Framsókn er langt komin með að ganga í endurnýjun lífdaga, þar sem hugsjónir hafa náð yfirráðum í stað sérhagsmuna.

Eðlilega mun það taka menn eins og Jóhannes einhvern tíma að sætta sig við þetta og finna sér aðra andstæðinga.

Gestur Guðjónsson, 3.2.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband