Farsæl efnahagsstjórn Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokksins síðastliðin 17 ár

Ég var að horfa á Kastljós kvöldsins. Þar var því haldið fram af Sveini Andra nokkrum að Davíð Oddsson væri heppilegur sem Seðlabankastjóri vegna þess meðal annars að hann byggi yfir langri reynslu sem farsæll yfirmaður efnahagsmála í landinu til margra ára. Heyrði ég þetta rétt?

Er maðurinn að grínast? Þessi 17 ára valdatíð hans og Sjálfstæðisflokksins og ábyrgð á efnahagsmálum hefur komið þjóðinni á heljarþröm.

Á sama tíma lýsir Sigurður Kári þingmaður sama flokks vel afleiðingum þessarar farsælu efnahagsstjórnar: algjöru hruni á öllum sviðum efnahagslífsins. Og hinn annars ágæti þingmaður hefur einnig áhyggjur af því að þessu verði mætt með skattahækkunum! Hvaða leið aðra sér hann fyrir þjóðina til þess að taka ábyrgð á klúðri því sem meðal annarra hans flokkur ber höfuðábyrgð á. Ætlar hann að fara að rækta peningatré? Hefur hann aðrar lausnir?

Ég sé ekki annað en Sjálfstæðisflokkurinn sé í mesta basli nú þegar Teflon húðin þeirra er farin að þynnast og fólk raunverulega sér ábyrgð þeirra án þess að þeim takist að klína því á aðra flokka. Ég fæ ekki séð að þessir menn lifi í sama raunveruleika og þorri þjóðarinnar. Það er eins og þeir búi bara á annarri eyju!

Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að vissulega bera aðrir flokkar þar meðtalinn minn flokkur sína ábyrgð á þeirri stöðu sem við erum í. Hver og einn á ekki að hika við að viðurkenna sín mistök í auðmýkt, læra af þeim og gera betur í framtíðinni. Það er fylgifiskur þess að taka ákvarðanir að hluti þeirra verða alltaf rangar ákvarðanir og því mistök. Það slæma er að oft sér maður það aðeins eftir á.

Mikið vona ég að þjóðin fái hvíld að minnsta kosti næstu fjögur árin frá óheftri frjálshyggju og óraunveruleika hins Teflon húðaða Sjálfstæðisflokks. Innan hans er þó auðvitað hæft fólk eins og í öllum flokkum og með persónukjöri gætu þeir einstaklingar átt erindi á þing.


mbl.is Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég hélt að Kastljósþátturinn væri æfing fyrir Spaugstofuna.

Sjálfstæðismenn eru háværir á þingi núna, svo veruleikafyrtir að það hálfa væri meira en nóg.

Skömm að þetta fólk sé að stjórna þjóðinni.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 9.2.2009 kl. 23:23

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er vissulega raunalegt þegar stálgreindir menn eins og Sveinn Andri klippa sig út úr þeim raunheimi sem þeir fjalla um. Blessaður drengurinn er ekki enn farinn að viðurkenna að sá veruleiki sem var á bak við "góðæri" Davíðs Oddssonar var úr lituðu plasti. Þessi ímyndaði raunveruleiki kom vel út á flettiskiltum en skildi eftir sig þegar hann bráðnaði æviverkefni fyrir lögmannastéttina.

Nú er bara eftir að finna hverjir eigi að borga þeim launin.

Árni Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 23:36

3 identicon

Framsókn er nú búin að standa fast við hliðina á sjálfstæðisflokknum stóran hluta tímans... þetta hlýtur þá að falla á afrekaskrá hans líka.

Inga lilja (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband