Athyglisverð ný rödd og samkvæmisleikir Sjálfstæðismanna í partýinu Alþingi

Ég var að fylgjast með umræðum á Alþingi um efnahagsmál.

Ég var eiginlega ánægðust með nýja þingkonu Frjálslynda flokksins hana Ragnheiði Ólafsdóttur. Þar kom fram nýr tónn og ný rödd sem vatt sér strax í meginverkefni þingsins að ræða svart á hvítu þá líðan sem skapast hefur í kjölfar atvinnuleysis og hvernig ástandið er hjá fólkinu í landinu. Hún ítrekaði einnig að þetta væri það sem þingið þyrfti að eyða tíma sínum í en ekki pólitískt karp.

Ég held að sumir þingmenn t.d. þingmenn Sjálfstæðisflokksins gleymi því hreinlega að Alþingi er ekki útibú Valhallar, þeir eru ekki í eigin partýi þar sem þeir geta eytt tímanum í að grenja yfir því að tapa stólaleikjum í samkvæmisleikjum þeim sem þeir búa til eins og stólaleiknum um daginn og að væla yfir því að þeirra mikilsverðu embættismenn skuli þurfa að víkja. Núna er ég enn sannfærðari um það að Geir átti fyrir löngu að vera vikið frá, hann hefur ekkert til málanna að leggja annað en að rífast um að "mín ríkisstjórn var sko betri en þín"!!!

Sem er reyndar það sem þjóðin hefur bókstaflega hrópað í marga mánuði að algjör umskipting verði á öllum embættum í stjórnkerfinu. En álit þjóðarinnar sem er í raun sú sem upphaflega bauð Geir og félögum setu á Alþingi skiptir þá greinilega ekki öllu máli... Það er greinilega mikilvægara að ræða um örfá störf þessara "réttu manna" en störf og starfsöryggi allrar þjóðarinnar!


mbl.is Niðursveiflan meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Humor Sjálfstæðisfólks er mjög sérstakur, allir nema þau bláu, eru aumkunarverðir kjánar sem skylt er að glotta yfir, og allt sem annað fólk segir, eða gerir er sérlega heimskulegt að þeirra áliti. Ragnheiður var fulltrúi þeirra bláu í skólamálum á Akranesi forðum, en mátti sæta aðkasti og hæðni af hálfu flokksystkina sinna að ósekju, þegar hún stöðu sinnar vegna þurfti að ganga fram af festu í viðkvæmum málum sem hvíldu á hennar herðum, þar fékk hún ekki stuðning, en Framsóknarmenn veittu henni stuðning. Hún fyrirgaf aldrei þessi svik við hana í starfi og yfirgaf þá bláu. Hún hefur alltaf haft ákveðnar skoðanir og ríka réttlætiskennd, og stendur fast á sínu. Þinglið Íhaldsins þreytist ekki á að vera sér til skammar, bara "haarderar og segir aulabrandara fyrir framan alþjóð. En það er aldeilis óvíst að þjóðin leiði þá til sætis í stjórnaráðinu í næstu kosningum. Trúlega er pólitísk eyðimerkurganga þeirra bláu hafin, og væri það vel!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband