Sjúkdómur Sjálfgræðgiflokksins

Á sama degi má merkja tvö einkenni þess sjúkdóms sem margir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins eiga við að etja. Einkenni sjúkdómsins eru óheiðarleiki, lygar og óréttlæti.

Í fyrsta lagi má sjá hér hvernig Árni Matthiesen lýgur upp í opið geðið á blaðamanni um það hvort hann sé að hætta í stjórnmálum. Sorglegt að fara með þessum hætti en kannski lýsandi fyrir undangengin misseri.

Í öðru lagi samkvæmt þessari Morgunblaðsfrétt þá er betra að "aðeins útvaldir" fái upplýsingar ef fjármálastöðugleiki er í hættu þannig að þeir geti forðað eignum sínum eða skotið þeim undan með öðrum hætti eins og sýnt hefur verið fram á að gerðist fyrir bankahrunið síðasta þar sem milljarðar voru fluttir á milli og greinilegt að hinir útvöldu sem fengu innherjaupplýsingar brugðust fljótt við vátíðindum á meðan saklaus almenningur kom af fjöllum. Þeirra á meðal eldri borgarar þessa lands sem misstu allt sitt í Peningamarkaðssjóðum sem áttu að vera öruggir og horfa því fram á berangursleg efri ár.

Já, Sigurður Kári þetta er efnileg hugmyndafræði og rímar vel við stefnu hins sjúka Sjálfgræðgiflokks.


mbl.is Gæti kollvarpað fjármálalífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband