Gott hjá Geir

Ég er ánægð með að Geir skuli hafa viðurkennt mistök þau sem gerð voru við einkavæðingu bankanna og beðið afsökunar. Hann á hrós skilið fyrir það! Hann og flokkurinn hans eru menn að meiri fyrir vikið.

Ég er reyndar ekki sammála honum að 90% húsnæðislánin hafi verið röng ákvörðun því nauðsynlegt var að koma ungu fólki til aðstoðar en þar var um skýrt þak að ræða. Það voru bankarnir sem ruddust inn á markaðinn og hleyptu öllu upp m.a. með 100% lánum.

Ég tel einnig að viðurkenna þurfi þau mistök sem gerð voru varðandi Írak og varðandi kvótakerfið. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknar játaði þau mistök á sínum tíma og sagði ákvörðunina hafa verið byggða á röngum upplýsingum. Ég vil enn að við verðum fjarlægð af lista hinna staðföstu þjóða en það ætlaði Ingibjörg að gera strax og hún kæmist til valda en enn hefur ekki verið gert.

Kvótakerfið hefði aldrei átt að gera þannig úr garði að mögulegt væri að framselja kvótann úr héraði og nota fjármagnið til annars. Þar sofnaði meðal annars minn flokkur á verðinum og gerði mistök á meðan Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur innleiddu þessa breytingu um framsal. Það hefði aldrei átt að komast í gegn.

Á sama hátt hefði aldrei átt að einkavæða bankana án dreifðrar eignaraðildar. Það voru gríðarlega mikil mistök sem Geir var að játa og Framsókn þarf líka að játa að mínu mati.

En ég er ánægð með að menn skuli líta til baka, játa mistök og biðjast afsökunar. Aðeins þannig er hægt að skilja við fortíðina í sátt með það í farteskinu að læra af því og láta slíkt aldrei endurtaka sig. Þannig getum við haldið áfram, reynslunni ríkari til móts við betri framtíð.

 


mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eydileggjum spillingarflokkinn ádur en hann eydileggur okkur.  Setja tharf spillingarflokkinn í varanlega sóttkví.

Bidja aetti fólkid í landinu um afsökun á gjaldthroti heimila og thjódarinnar. 

Reynir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 19:36

2 identicon

Algjörlega sammála þér Kristbjörg. Þetta hefur haft alvarlegar afleiðingar og ég vil sjá okkar fólk biðjast afsökunar á þessu. Þetta með sölu bankana og framsal kvóta er svo algjörlega úr takti við samvinnustefnuna. Nú verður grasrótin að halda áfram að láta í sér heyra, grasrótin er komin í forystuna og hefur alla burði til að sjá þetta í framkvæmd þ.e. afsökunarbeiðnina og að gera hlutina rétt næst.

Takk fyrir þetta

Soffía (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 19:47

3 identicon

Geir bað ekki þjóðina afsökunar heldur sinn heitt elskaða Sjálfstæðisflokk. Fréttamenn hafa núna í marga mánuði spurt Geir hvort hann vilji nú ekki að biðja þjóðina afsökunar, en hann hefur alltaf neitað því. Svo kemur hann á landsfund Sjálfstæðisflokksins og þar biður hann flokksmenn sína afsökunar. Mikið er þetta lélegt, var hann bara forsætisráðherra fyrir Sjálfstæðismenn en ekki forsætisráðherra þjóðarinnar? Mér finnst Geir hafa með þessari afsökunabeiðni gefið skít í þjóð sína. Mér líður alla vega þannig. Þessi maður er sá sem ber ábyrgð á því umhverfi sem hér hefur verið þróað með markvissum aðgerðum. Geir, Davíð, Halldór Ásgríms og Hannes Hólmstein bera mesta ábyrgð hér á landi og ættu allir að biðja þjóðina afsökunar.

Svo langar mig að undrast á því að þriðjungur þjóðarinar ætlar að kjósa flokkinn sem kom landinu á hausinn. Ég held að það sé hægt að fullyrða það að hvergi í heiminum gæti það gerst að þriðjungur þjóðar myndi kjósa flokkinn sem lagði efnahagskerfið í rúst. Og ég spyr, hvað er eiginlega í hausnum á þessu liði? Elskar þetta fólk Sjálfstæðisflokkinn meira en landið sitt og þjóð?

Valsól (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 01:12

4 identicon

Út af hverju hefur þessi grasrót ekki látið í sér heyra? Það eru allir á móti þessu kvótakerfi en eginn sagði neitt í þessum blessaða Framsóknarflokki, alveg sama gagnrýnisleysið og í Sjálfstæðisflokknum.

Valsól (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband