Bloggfærsla Sigmundar

Hvet fólk til þess að lesa bloggfærslu Sigmundar sem er á þessari slóð:

http://sigmundurdavid.eyjan.is/


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það, sem Sigmundur og aðrir framsóknarmenn virðast ekki geta skilið er að skuldaafsláttur til aðila, sem geta greitt sínar skuldir bætir ekki stöðu þeirra aðila, sem ekki geta greitt sínar skuldir. Niðurfærslur á skuldurm þeirra, sem ekki geta greitt sínar skuldir greiðast með þeim 2.000 milljörðum, sem slegið verður af lánasöfnum gömlu bankanna þegar þau eru flutt yfir í nýju bankana. Allir afslættir til aðila, sem geta greitt sínar skuldir verða hrein viðbót við þann kostnað.

Þann kostnað munu kröfuhafar í þrotabú gömlu bankana aldrei taka á sig. Sá kostnaður mun því rýra eigin fé nýju bankana, sem þeim kostnaði nemur og það mun þá auka þá upphæð, sem ríkissjóður þarf að leggja nýju bönkunum til, sem þeirri upphæð nemur. Sá kostnaður mun því lenda á skattgreiðendum og þar er um að ræða hundruði milljarða kr.

Það stendur ekki steinn yfir steini í fullyrðingum framsóknarmanna varðandi 20% niðurfellinguna og hefur aldrei gert.

Sigurður M Grétarsson, 23.4.2009 kl. 20:24

2 identicon

Sigurður: Svona fyrir utan að ég treysti 4 hagfræði prófessorum frekar en þér, hvað í ósköpunum kemur það þessu máli við?

hs (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 20:28

3 identicon

Sigurður er líklega einn þeirra Samfylkingarmanna sem ekki hefur haft fyrir því að kynna sér 20% leiðina sem sífellt fleiri aðhyllast, þ.á.m. hagfræðingar og stjórnmálamenn úr öðrum flokkum en Framsókn. Tillagan gengur út á að lágmarka tap og því er allt tal um kostnað útúrsnúningur.

Til þess að svara því hvort einhver fái "of mikið" og að erlendu kröfuhafarnir munu ekki sætta sig við slíkt þá er 20% tillagan hluti af 18 tillögum sem Framsóknarflokkurinn lagði fram. Hún er ekki fær nema að gengið verði til samninga við erlenda kröfuhafa og er lagt til að þeir fái hlut í nýju bönkunum til þess að styrkja þá. 

Þeir sem hafa meira fé milli handanna eftir leiðréttinguna munu annað hvort eyða fénu og örva þannig efnahagslífið eða leggja féð inn á bankareikning sem leiðir til þess að bankinn getur lánað það öðrum. Féð mun því skila sér út í hagkerfið.

Eggert Sólberg (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 20:39

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hs. Það eru mun fleiri hagfræðiprófessorar, sem telja þessa hugmynd slæma en þeir, sem telja hana góða. Þetta kemur þessu máli við á þann hátt að í þessari blogfærslu Sigmundar og öllum hans ummælum um þessa tillögu er hann að halda því fram að þessi aðgerð kosti ríkissjóð ekki neitt. Sú fullyrðing er einfaldlega röng.

Eggert Sólberg. Ég hef lesið allt, sem ég hef komist yfir frá Framsóknarflokknum um þessa 20% tillögu. Bæðí hef ég lesið það, sem er á heimasíðu flokksing og einnig í Tímanunm. Alls staðar hef ég séð mikið af rangfærslum og blekkingum. Aðalblekkingin er sú að líkur séu á því að hægt sé að semja við kröfuhafa gömlu bankanna um að þeir taki á sig afslætti á lánum til aðila, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum.

Síðasta málsgreinin í þinni athugasemd hér er einmitt dæmi um blekkingu í skrifum framsóknarmanna um þessi mál. 20% niðurfærsla lána mun leiða til þess að mánaðarlegar greiðslur af lánunum munu lækka um 20%. Bankarnir munu því hafa minna fé til útlána en ella en ekki meira fé. Það versta er þó að þetta mun þá leiða til minna svigrúms þeirra til að gefa þeim greiðslufresti, sem á því þurfa að halda. Það á þá við um bæði einstaklinga og fyrirtæki.

Við getum sett þetta upp í dæmi um mann, sem er borgunarmaður fyrir sinni skuld og lætur lækkaða greiðslubyrði inn á bankareikning í bankanum sínum. Hann á að greiða 100 þúsund kr. á mánuði inn í bankann og gerir það í hverjum mánuði. Eftir 20% niðurfellinguna þá greiðir hann 80 þúsund kr. á mánuði af láninu og leggur 20 þúsund kr. inn. Með öðrum orðum þá heldur hann áfram að láta 100 þúsund kr. á mánuði fara inn í bankann. Hvernig leiðir þetta til þess að bankinn hafi meira fé til útlána?

Í þeim tilfellum, sem viðkomandi eyðir lækkaðri greiðslubyrði lána sinna þá kemur minna fé í bankann. Hann hefur því minna fé til útlána.

Aukin neysla lánþega vegna þess aukna svigrúms, sem þessi lækkun skuldanna leiðir af sér kemur aðeins til vegna lækkaðrar greiðslubyrði lánanna. Lánþeginn fær ekki lækkaðan höfuðstól lánanna nema hann selji eignina, sem lánið er með veði í, það er íbúðina sína og kaupi ekki aðra í staðinn. Það að lækka greiðslubyrðina án þess að lækka höfuðstól lánsins gerir því sama gang hvað varðar aukna neyslu í hagkerfinu. Reyndar mun lækkað svigrúm bankanna til útlána koma þar á móti en það má vel vera að það komi fyrirtækjum meira til góða að almenningur hafi meira fé til neyslu heldur en að bankarnir hafi meira fé til útlána, en eins og ég sagði þá er ekki þörf á lækkun höfuðstóls lánanna til að ná því fram.

Tillögur Framsóknarflokksins lágmarka ekkert tap og því er það ekki útúrsnúningur að þessi aðgerð muni kosta hundruðir milljarða. Ef eitthvað er útrúrsnúningur þá er það sú fullyrðing að þetta kosti ekki neitt.

Ef við viljum auka neyslu í hagkerfinu með því að skuldsetja ríkissjó upp á nokkur hundruð milljarða eins og tillagar Framsóknarflokksins mun leiða til þá er það mun áhrifaríkari aðgerð að setja þann pening í mannaflsfrekar framkvæmdir á vegum ríkisins hedur en að gefa þann pening til lántaka, sem geta greitt sínar skuldir.

Mikil skuldaaukning ríkisins, sem verður afleiðing af þessari tillögu Framsóknarflokksins, gerir stjórnvöldum mun erfiðara fyrir en ella að halda hér uppi velferðarkerfi í framtíðinni. Það mun þá hafa í för með sér fólksflótta til landa, sem geta boðið upp á betra verlferðarkerfi og þar með betri stuðningi við barnafjölskyldur. Við þurfum því að velja aðgerðir nú í kreppunni, sem koma í veg fyrir eins mörg gjaldþrot og hægt er með, sem minnstum kostnaði fyrir ríkissjóð. Við þurfum því að velja aðgerðir, sem beinast eins og kostur er beint að þeim, sem eru í vanda. Flatur niðurskurður lána er því einhver óskilvirkasta leiðin, sem í boði er til þess að gera slíkt.

Þessi flati niðurskurður er álíka og ef við myndum bregðast við því 10% atvinnuleysi, sem hér er með því að greiða öllum verkfærum mönnum atvinnuleysisbætur óháð því hvort þeir eru atvinnulausir eða ekki. Þetta kann að hljóma vel fyrir suma en gallin er að þetta er mjög dýr leið og 90% af kostnaðinum fer í annað en að styðja við atvinnulaust fólk. Svigrúm stjórnvalda til að hjálpa þeim atvinnulausi verður því minna en ella vegna þeirra upphæða, sem fara til þeirra, sem eru ekki atvinnulausir.

Það sama gildir um aðstoð við fjölskyldur í greiðsluvanda. Ef við sóum því fé, sem hægt er að nota til að aðstoða þær í fjölskyldur, sem ekki þurfa á aðstoð að halda þá verður eftir minna svigrúm til að hjálpa þeim fjölskyldum, sem eru í vanda. Þess vegna mun þessi leið framsóknarmanna koma í veg fyrir færri gjaldþrot en þær leiðir, sem núverandi stjórnvöld hafa framkvæmt og ætla að faramkvæma þrátt fyrir að kosta miklu meira en aðgerðir núverandi stjórnvalda.

Eins og ég sagði áðan þá stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi Framsóknarflokksins varðandi þessa 20% niðurfellingu og hefur aldrei gert.

Sigurður M Grétarsson, 23.4.2009 kl. 21:06

5 identicon

Bankinn kaupir lánasafn á 50% af höfuðstól. Í því felst að gert er ráð fyrir að annar hver skudari geti ekki staðið í skilum (sem er alvörumál). Með því að innheimta 80% af höfuðstól í stað 100% munu fleiri geta borgað þannig að bankinn fær amk 50% þegar upp er staðið.

Þetta er grundvallaratriði. Þú tekur dæmi hér að ofan þar sem bankinn á von á því að fá 100þús en fær bara 80þús. Þetta er útúrsnúningur. Bankinn á von á því að fá að meðtaltali 50% (eða 50þús) miðað við að bankinn greiði 50% fyrir lánasafnið.

Ríkissjóður tekur ekki á sig skuldir vegna þessa. Kröfuhafar gömlu bankanna eru þegar búnir að tapa peningum á áhættufjárfestingum á Íslandi hafa þegar þurft að afskrifa stóran hluta eigna sinna á Íslandi. Tillagan gengur út á að láta hluta afskriftanna renna beint til skuldaranna. Ástæða þess er sú að það er hagkvæmt fyrir einstaklinga, það er hagkvæmt fyrir bankann. Þetta kemur hagkerfinu af stað þar sem kaupmáttur mun smátt og smátt aukast og þar með aukast skattstofnar ríkissjóðs. Þannig kemur þetta ríkinu líka vel.

Það er áhugavert að Össur Skarphéðinsson tók undir þessa tillögu á borgarafundi í gær.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:42

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurður. Þarna ert þú að misskilja máli eða öllu heldur að kaupa bullið í framsóknarmönnum. Það að afskrifa þurfi 50% af lánasafni merkir ekki að allar skuldir séu afskrifaðar um 50%. Sumar eru afskrifaðar meira en það og sumar minna allt eftir greiðslugetu hvers skuldara fyrir sig. Það að aðili, sem getur greitt sínar skuldir fái afslátt af sinni skuld auðvelar ekki þeim að geriða sínar skuldir, sem ekki eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum. Afslættir til þeirra, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum eru því hreinn viðbótakostnaður við þær 50% afskrftir, sem nauðsynlegar eru vegna þeirra, sem eru ekki borgunarmenn fyrir sínum skuldum. Afskfirtir köfuhafa gömlu bankanna ganga nefgnilega bara út á útlánatöp vegna þeirra, sem ekki geta greitt sínar skuldir að fullu en ekki út á neinn afslátt til þeirra, sem geta greitt sínar skuldir. Bankinn mun því fá minna en 50% af kröfunum greiddum ef gefnir eru afslættir til viðbótar við þær afskriftir, sem nauðsynlegar eru vegna þeirra, sem ekki eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum.

Ég tók það skýrt fram í dæmnu mínu hér að ofan að ég var að tala um einstakling, sem er bornunarmaður fyrir sinni skuld og því fengi bankinn alla skuldina greidda ef ekki er farin 20% niðurfellingaleiðin. Hann borgar því sínar 100 þúsund kr. að fullu ef ekki er farin 20% niðurfellingaleiðin en sú greiðsla lækkar niður í 80 þúsund kr. ef 20% niðurfellingaleiðin er farin. Ég var að koma með það dæmi vegna þess að Eggert Sólberg hélt því fram að það að lækka skuldir þeirra, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum myndi auka ráðstöfunarfé bankanna ef þeir leggja inn í bankann þá upphæð, sem afborgun lánsins lækkar um. Það felst því engin útrúrsnúningur í þessu dæmi heldur sýnir það einmitt hversu fáránleg þessi fullyrðing Eggerts og framsóknarmanna er því staðreyndin er sú að ráðstöfunarfé bankanna lækkar um þá upphæð, sem þessir aðilar nota í annað en að leggja inn í bankan af þeirri upphæð, sem greiðslur af lánunum lækka um.

Það mun því ekki verða nein veltuaukning í samfélaginu umfram það, sem verður ef þær aðgerðir, sem núverandi stjórnvöld hafa farið út í og ætla að fara út í ef farin er þessi leið framsóknarmanna. Sá viðbótakostnaður vegna aflátta til þeirra aðila, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum mun því að fullu lenda á okkur Íslendingum og þá að mestu á ríkissjói en einnig munu greiðsluþegar lífeyrissjóða verða fyrir talsverðu tekjutapi, sem aftur mun lenda að hluta á ríkissjóði vegan tekjutenginga almannatryggingabóta.

Kostnaður ríkisins við að fara þessa leið framsóknarmanna verður nokkur hundruð milljarðar kr. Allar staðhæfingar um annað eru bull.

Sigurður M Grétarsson, 23.4.2009 kl. 22:30

7 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sigurður M.

Hvar er kostnaður ríkisins við þetta? Þú færir lán með 50% afslætti úr gömlum banka (í eigu ríkisins og skuldsettur upp fyrir haus) yfir í nýjan banka (í eigu ríkisins) og ætlar síðan að rukka 100%. Lítur þú svo á að ríkisbankarnir eigi að fá mismuninn í eigin vasa? Ef svo er þá eru það tekjur sem að hann á ekkert í heldur ætti að nýta í að leysa úr vanda skuldara. Samfylkingunni finnst líka miklu betra að fá að ráða sjálf hverjir fá aðstoð og hverjir ekki. Það verða því eingöngu flokkshestar sem munu sitja að þeirri jötu. Nýttu frekar tímann þinn í að kíkja á neðangreindan hlekk þar sem að Árni Páll er að reyna að verja leið Samfylkingarinnar.  

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=6ddd04a6-8a02-4fd1-92a8-682f1dbca6b4 

Talandi um kostnað þá dældi Björgvin G 300 miljörðum í peningamarkaðssjóðina og ríkið ábyrgðist miljarða í innistæðum umfram lögboðna skyldu. Eru mannréttindi á Íslandi eingöngu fyrir þá sem að eiga peninga en ekki þá sem að skulda þá???? 

Kv.

Guðmundur

Guðmundur Ragnar Björnsson, 24.4.2009 kl. 01:08

8 identicon

Ósköp væri nú notalegt ef þátttakendur í þessari umræðu gætu tamið sér að tala rétt um háar tölur.

1.000 milljarðar heitir 1 billjón.

Ekki furða að þessi þjóð skuli vera í efnahagsvandræðum.

Vigfús (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 06:15

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur. Þú ert klárlega að misskilja málið. Þessi 50% afsláttur er mat á þeim afföllum, sem nauðsynleg eru til að mæta útlánatöpum vegna þeirra, sem ekki geta greitt skuldir sínar. Nýju bankanrir setja ekki þann pening í vasan, sem skuldarar greiða ekki. Ef þetta er rétt mat á greiðslugetu viðskipatvina þá fara nýju bankarnir á sléttu út úr þessu ef þeir gefa ekkert eftir af skuldum til þeirra, sem geta greitt skuldir sínar. Gefi þeir hins vegar afslátt á skuldum þeirra, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum þá er það viðbótakostnaður vegna þess að þá fæst minna en 50% greitt. Sá viðbótakostnaður lendir þá á eigendum bankanna, sem eru skattgreiðendur.

Sú fullyrðing framsóknarmanna að hægt sé að nota þessar afskrftir til flatra niðurfellinga án þess að það kosti ríkissjóð nokkuð er því bull.

Ég segi það enn og aftur og stend við það að það stendur ekki steinn yfir steini í fullyrðingum framsóknarmanna varðandi þessa 20% leið og hefur aldrei gert.

Sigurður M Grétarsson, 24.4.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband