Er þjóðarhríslan týnd fyrir ESB skóginum strax á fyrsta degi þings?

Mikið hjartanlega tek ég undir með þingmönnum okkar.

Hvað er að gerast á Alþingi eiginlega? Er þetta forsmekkurinn að því sem koma skal? Á alvarlegustu efnahagstímum þjóðarinnar eru mál eins og erfðabreyttar lífverur, losun úrgangs og annað sett á dagskrá fyrsta dags þings. Hvernig í ósköpunum eiga þessi mál að leysa bráðavanda íslenskra heimila og fyrirtækja sem lepja dauðann úr skel og falla umvörpum hvern einasta dag?

Vinstri grænir meira að segja þagnaðir, þá er nú Bleik brugðið! Þeir sömu og höfðu uppi háreyst mótmæli í janúar vegna þess að dagskrá þingsins væri ekki í takt við þau mál sem kölluðu hástöfum á forystumenn þjóðarinnar. Eru þeir búnir að segja upp í búsáhaldarbyltingunni þar sem þeir eru búnir að tryggja sjálfum sér sæti í volgum stólunum?

Hvað með Jóhönnu? Jóhönnu sem ég hef alltaf haft mikla trú á? Hvernig stendur á því að hún lætur þetta gerast? Er hún of upptekin við að sannfæra Vinstri græna um ESB að hún er hætt að sjá tréð fyrir skóginum? Hrísluna sem stendur og nötrar og er íslenska þjóðin og fyrirtækin og heimilin í landinu.

ESB er vissulega mál sem þarf að leysa og aðildarviðræður eru nauðsynlegar - flestir sammála um það en...

Það VERÐUR að grípa inn í málefni heimila og fyrirtækja sem sitja uppi með lán sem hækka og hækka, fyrirtæki sem velta á hliðina eins og dómínó kubbar, atvinnuleysi í kjölfarið, aukið álag á félagslegt kerfi landsmanna og aðrar neikvæðar skammtíma og langtíma afleiðingar! Það sjá allir að þetta er dómínó leikur sem VERÐUR að stöðva og átti að stöðva fyrir mörgum mánuðum síðan með róttækum lausnum. Það þýðir ekki að grafa sig ofan í erfðabreyttar lífverur og úrgangsmál og halda að þessi mál leysist af sjálfu sér á meðan.

Nú þarf kjark, þor og dugnað á Alþingi okkar Íslendinga.

Ég er líka hundfúl yfir því að íslenska þjóðin hafi verið svikin um stjórnlagaþing - ráðgefandi stjórnlagaþing? Af hverju? Hvers vegna fær ekki þjóðin valdið til þess að ákvarða um mikilvægar breytingar á stjórnarskrá? Mér sýnist Alþingismenn vera of uppteknir við erfðabreyttar lífverur og úrgangsmál til þess að geta sinnt breytingum á stjórnarskrá. Enda hefur sagan sannað það að slíkar breytingar nást ekki í gegnum flokkana. Það er fullreynt.

Mikið ætla ég að vona að þetta sé þjófstart hjá þessari ríkisstjórn því annars er hún sokkin ofan í eigin úrgang á fyrsta degi og sér ekki þjóðina fyrir ESB skóginum!


mbl.is „Átti ekki að ræða eitthvað allt annað?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ekkert verður gert á næstunni til að bjarga heimilum og fyrirtækju, mun Austurvöllur loga allt næsta haust.

Samfylkingin hefur bara eina stefnu og það er að ganga í ESB.  ESB er mikilvægara fyrir Samfó en fólk og fyrirtæki í landinu.

Sigmar Bjarni Þórðarson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 09:53

2 identicon

Ríkisstjórnin er búin að "afgreiða" kreppuna nú eru það "stóru" málin.

Ráðherrarnir og ráðgjafar þeirra eru verðugt verkefni fyrir sálfræðinga. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 10:19

3 identicon

Gaman væri að vita hvað er að brjótast um í kollinum á Samfylkingarfólki.  Hvað er fengið með inngöngu í ESB.  Hafa þeir ekkert hugsað um það hvað felst í því?  Halda þeir að Evropuþjóðirnar komi með fangið fullt af peningum handa íslendingum.  Nei, svo einfalt er það nú ekki.  Var að horfa á franska sjónvarpið í gær.  Mjólkurlaust er orðið í Frakklandi, bændur þar í landi hella niður mjólk þessa dagana til að mótmæla mjólkurverði.  Nýlega keyrðu þeir alla traktora inn í þéttbýli til þess að mótamæla benzinverði.  Afhverju?  Hverjir stjórna?  Jú, ESB.  Eigum við því láni að fagna að hafa svona samstillta þrýstihópa? Nei.  Hvernig haldið þið að fari fyrir okkur, við sem höfum hverja hendina á móti hvor annarri, og algjörlega skipulagslaus.  Nei þetta er feigðarflan, sem aldrei verður aftur tekið ef Samfylkingunni tekst að keyra þetta í gegn.

J.þ.A. (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 13:21

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er nú ekki rétt að leyfa þinginu að byrja almennilega? Það vita allir sem vilja vita að Seðlabanki vinnur nú að skýrslu um raunverulega stöðu heimila skv. skattskýrslum. Sú vinna dróst vegna þess að persónuvernd gaf ekki strax leyfi. Hér á landi er öll umræða í formi upphrópana og fólk sem heyrir þetta utan að gæti haldið að hér væru fjölskyldur í þúsunda vís á götunni og tugir þúsunda biðandi eftir súpu hjá hjálparsamtökum. En svo er ekki!

Það væri glapræði að fara út í aðgerðir án þess að afleiðingar væru ljósar. Þannig á t.d. eftir að semja við erlenda kröfuhafa og þó þið í framsókn segið að alla niðurfellingu á lánum sé hægt að setja yfir á þessa erlendur lánveitendur þá er það nú ekki alveg svona einfalt held ég. Við verðum minnstakosti að semja við þá áður en það er gert. Gæti trúað að þessir bankar eins og deuche bank væru með fleiri lögfræðinga á sínum snærum en allt íslenska ríkið.

Og eins þarf að vera ljóst að ef að þessar afskriftir lenda að hluta á okkur hvaðan eigum við að fá peninga fyrir því? Og hvað mörgum fjölskyldum bjargar þetta og hvað kostar það okkur að bjarga þeim sem 20% niðurfelling dugar ekki? Til þess að geta svarað þessu verðum við að vita stöðuna. Þetta er því nauðsynlegra þegar horft er til þess að ríkið þarf að skera niður um 20 milljarða á þessu ári og 170 milljarða á næstu 3 árum. Og þú veist að sum svið mega ekki við miklum samdrætti til að ekki verði ófremdarástand.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.5.2009 kl. 00:57

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Ekki vildi ég vera í stjórn núna. Held að þetta séu verstu tímar síðan mamma var ung.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 23.5.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband