Óskiljanlegt

Mér er alveg óskiljanlegt hvernig Jóhanna Sigurðardóttir og Samfylkingin geta leyft sér að slá aðra lánamöguleika út af borðinu sem gætu gagnast okkur mun betur en það lánafyrirkomulag AGS sem nú er kynnt með þeirri kúgun og höftum sem fylgir. Það hefur margsinnis verið sagt t.d. að Icesave og lán AGS tengist ekki en annað er klárlega komið fram. Það hefur einnig verið sagt að þessi mál séu ótengd ESB en ekki ber á öðru en þarna hangi þetta allt í sömu snörunni sem á að hengja þjóðina í.

Og til ABC Nyheter skriver statsminister Sigurdadottir rett ut at Island slett ikke trenger noe slikt lån:

- Javisst hadde det vært verdifullt å ha tilgang til ett lån i størrelsesorden 100 milliarder norske kroner, spesielt om det ikke var knyttet til Icesave og IMF. Men ingenting tyder på at vi trenger noen større lånepakke enn den som allerede er avtalt, skriver hun til oss.

Mér finnst það alvarlegt að Jóhanna skuli slá þennan möguleika út af borðinu án þess að fullreynt sé og biðja forsætisráðherrann beinlínis um að slá þetta af eins og meðfylgjandi tölvupóst skeyti ber vitni um.

Den islandske statsministeren ber Jens Stoltenberg om å avkrefte at Norge vil gi Island et lån landet deseperat trenger. Les eposten hennes til Jens.  

Her er eposten:

Og dette skriver statsminister Jóhanna Sigurdadottir til Jens Stoltenberg i en epost 5. oktober:

Kære Jens,

Jeg vil igen sige hjerteligt til lykke med resultatet i valget, her i Island har regeringen desværre mange svære saker at handle med.

Jeg beklager at tage op en sag som har fået relativt stor opmærksomhed i Island, d.v.s. Per Olav Lundteigens erklæring til en Althingsmand fra det islandske Fremskridtsparti, Senterpartiets søsterparti, om at Norge er villig til at låne Island 100 milliarder norske kroner. Vi ved godt at Lundteigen taler for egen regning og kender godt den norske regerings holdning men det gælder ikke for alle her i landet og Fremskridtspartiet i Island beskylder regeringen for ikke at følge op på deres initiativ.

Til at undgå fortsat tvivl, vil jeg gerne spørge om den norske regerings holdning kan blive videre klargjort i svar til Lundteigens udspil? Er hans udspil realistiskt?

Jeg ville gerne få svar fra dig så tidligt som muligt.

Jeg glæder mig til det nordiske møde i Stockholm i slutning af denne måned.

Med venlig hilsen,

Jóhanna. (Tekið af http://www.abcnyheter.no/node/97373 í dag).

Mér er það einnig óskiljanlegt þegar við stöndum frammi fyrir þeim vanda sem raun ber vitni að frumkvæði fólks til þess að taka höndum saman og gera eitthvað í málunum sé einungis gert tortryggilegt og barið niður í stað þess að skoða af alvöru hvern einasta möguleika sama hver á í hlut. Við þurfum á dugnaði og kröftum allra þingmanna að halda til þess að sannreyna og leita margra ólíkra leiða. Er það ekki það sem stanslaust er búið að hamra á? Svo þegar einhver fer af stað og kemur með eitthvað þá er það púað niður. Þetta er sama viðmót og við Framsóknarfólk mættum með 20% almenna leiðréttingu lána. Það var púað niður og gert tortryggilegt. Það merkilega er að nú er það sú leið sem flestir virðast samtóna og sú leið sem Samfylking kemur fram með í aðeins breyttri mynd. Merkilegt.

Láta svo fjölmiðla taka þátt í sjónarspilinu með því að matreiða fréttir eftir pólitískum hentugleik. Hvers vegna er það gert að sérstöku fréttaefni að þeir sérfræðingar sem farið hafi með Sigmundi og Höskuldi skuli einhvern tíma hafa komið nálægt Landsbankanum en aldrei minnst á þá fjölmörgu ráðgjafa sem starfa og starfað hafa í ráðuneytum og verið nánustu ráðgjafar ríkisstjórnarinnar sem sama máli gegnir um? Er einhver sérfræðingur eftir sem ekki er hægt að tengja á einhvern mögulegan hátt við tortryggilega sjóði ætli fréttamenn sér það?

Í fyrsta lagi hafa stjórnvöld ekki einu sinni haft fyrir því að biðja um lán og kanna möguleika okkar á láni án tengingar við AGS eða Icesave. Í öðru lagi þá er slíkur möguleiki drepinn niður með því að fullyrða að við höfum enga þörf á öðrum lánapakka en þeim sem við nú þegar hefur verið samið um.

Þetta tel ég ekki vera að bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti og er mér alveg óskiljanlegt. Ég held að þetta snúist meira en annað um að séum við Íslendingar ekki nógu þæg og lútum ofurvaldi AGS og kúgunar vegna Icesave þá eigum við ekki möguleika á inngöngu í ESB og því sé betra að fórna þessu til en kanna í alvöru lán/lánalínu frá Norðmönnum, lán sem gæti reynst þeim ágætis fjárfestingarkostur fyrir olíuauð sinn og þar með fengju þeir bandamenn með sér utan ESB. Svo ættum við að láta dómstóla kveða úr um Icesave í stað þess að sökkva framtíð okkar og börnum í skuldafen sem ekki sér fyrir endann á. Taka svo einungis þau lán sem við komumst af með samanber það sem Seðlabankastjóri hefur einnig rætt um.

Vissulega er erfitt að draga ályktanir þar sem ekkert okkar hefur allar staðreyndir málsins. Það er ljóst að ekki liggja öll pússl í þessu flókna pússluspili á borðinu og ekki er hægt að treysta á fjölmiðla í þessum efnum þar sem umfjöllun þeirra er því miður alltof lituð af pólitískum línum. En mörg útspil hennar Jóhönnu undanfarið eru alveg óskiljanleg og ekki í samræmi við hennar gjörðir hingað til sem hafa flestar verið til heilla fyrir íslenska þjóð.


mbl.is Ekki þörf á norsku láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæl Kristbjörg

Ekki finnst mér það neitt skrítið sem kemur frá þessari Ríkisstjórn sama hvað það er það eina sem þau eru samtaka í er að knésetja Land og líð,þau fá sannleikan í hendur og snúa honum við og brosa,svona sé ég þetta.

Jón Sveinsson, 12.10.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband