2009 kvatt og 2010 bošiš velkomiš!

 

Nś er sķšasti dagur įrsins. Hérna sit og ég fylgist meš Kryddsķldinni meš öšru auganu. Svo mikilvęgt tel ég žetta įr hafa veriš aš ómissandi sé aš horfa um öxl og skoša hvaš gekk į og hvert viš erum aš fara. Žessi mįl og žekking munu fara meš manni inn ķ framtķšina, į žvķ leikur enginn vafi.

Įriš 2009 hefur veriš erfitt įr, bęši fyrir žjóšina og eins fyrir mig persónulega. Ég mun žvķ glöš kvešja žaš į mišnętti og taka brosandi į móti įrinu 2010.

Mér er efst ķ huga žakklęti til alls žess fólks sem ég hef veriš svo lįnsöm aš fį aš umgangast, njóta og lęra af į žessu įri. Sérstaklega žeirra sem eru hluti af mķnum fjįrsjóši, fólki sem komiš er til aš vera og fylgja mér ķ gegnum žetta lķf. Stundum veltir mašur žvķ fyrir sér hvaš mašur hafi gert til žess aš veršskulda žann auš. Sį fjįrsjóšur sem viš eigum ķ hverju öšru er ómetanlegur meš öllu.

Žegar upp er stašiš er žaš samstaša okkar og viršing fyrir hverju öšru og skošunum hvers annars sem hefur śrslitaįhrif. Žvķ mišur hefur skort į hana og sjįlfur hefur mašur lįtiš hitann hlaupa meš sig ķ gönur. Varšandi pólitķkina žį föllum viš oft nišur ķ persónulegar skotgrafir ķ staš žess aš rökręša mįlin og nį sįtt sem allir geta sęst į į mišri leiš.

En eftir nokkrar klukkustundir tekur viš nżtt įr.

Ég hef fulla trś į žvķ aš įriš 2010 verši upphafiš aš betra Ķslandi. Nś tel ég aš rykiš af hruninu sé aš verša sest og almenningur fari aš sjį eitthvaš gerast, breytingar. Ég trśi ekki öšru en nś fari rannsókn aš byrja aš skila nišurstöšum og menn žurfi aš axla įbyrgš į mistökum og misgjöršum sķnum. Ég treysti žvķ svo aš ķ sameiningu getum viš byggt okkur nżtt regluverk, tryggt eftirlit og gefiš okkur öllum von. Ég vil trśa žvķ aš viš föllum ekki ķ sama fariš heldur verši žrżstingur frį žjóšinni um nż vinnubrögš į nżju Ķslandi.

En žetta gerist ekki nema viš tökum öll žįtt ķ žessu. Verkefni okkar nęstu įr eru ęrin. Aldrei hefur žurft aš standa eins dyggan vörš um žį sem minna mega sķn og um fólkiš ķ landinu. Žar er hętta į feršum og žar žurfum viš aš treysta hvert annaš. Aldrei hefur eins mikiš žurft į hugviti hvers Ķslendings aš halda til žess aš leggja sitt į vogarskįlarnar um žaš hvernig viš eigum aš byggja hér upp samfélagiš į nż og lęra af reynslunni. Ég hef trś į žvķ aš žegar upp er stašiš munum viš žrįtt fyrir hörmungar og erfišleika byggja hér betra samfélag en žaš gręšgis- og óreišu- samfélag sem hér var oršiš.

Glešilegt įr kęru vinir og megiš žiš öll njóta ljóss og frišar į nżju įri.

Saman stöndum vér en sundruš föllum vér.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Falleg fęrsla hjį žér elskan!

Glešilegt įr kęra vinkona og takk fyrir žaš gamla. Hef fulla trś aš nęsta įr verši gott, bęši persónulega og samfélagslega:))

Linda (IP-tala skrįš) 31.12.2009 kl. 15:09

2 Smįmynd: Sigurbjörg Eirķksdóttir

Glešilegt įr fręnka.

Sigurbjörg Eirķksdóttir, 31.12.2009 kl. 15:12

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband