Kvennafrí

Mig langar til þess að óska öllum konum innilega til hamingju með kvennafrídaginn :)

Það var magnað að vera hluti af þeim þunga straum 50 þúsund kvenna sem gekk frá Hallgrímskirkju niður á Arnarhól. Sumir telja að kvennabarátta sé úrelt fyrirbæri og undrast þá baráttu. Ég er því ekki sammála og ber mikla virðingu fyrir þeim kjarnakonum sem hafa komið okkur ungu konunum og samfélaginu öllu þangað sem við erum komin en betur má ef duga skal!

Það hlýtur að vekja undrun að nú árið 2010 séu konur á Íslandi einungis með 66% af heildarlaunum karla samkvæmt tölum frá Hagstofunni en þetta kom fram í mjög góðri grein sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag sem ber heitið "Þess vegna kvennafrí". Í sömu grein kemur fram að þrátt fyrir rannsóknir sem sýna að blandaðar stjórnir í fyrirtækjum skili betri árangri og hærri arði þá er aðeins 1 kona á móti 9 körlum í stjórnum íslenskra fyrirtækja. Rannsóknarskýrsla Alþingis varpaði einnig ljósi á það að hlutur karlmanna er talsvert meiri en kvenna  í þeim slæmu ákvörðunum og framkvæmdum sem leiddu til hruns íslensk efnahagslífs.

Kynin eru ólík með mismunandi styrkleika og veikleika. Til þess að nýta sem breiðustu styrkleikana og vinna á móti veikleikum er mjög mikilvægt að sjónarmið beggja kynja, mismunandi aldurs og sem ólíkastra einstaklinga komi fram og njóti sín. Þannig næst bestur árangur.

Saman skulum við byggja upp framsækið og öflugt samfélag með ramma utan um okkur öll, fyrir okkur öll!


mbl.is Konur ganga út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband