Upp úr skotgröfunum

diggingdeeperhole090109.jpgÞað er áhugavert að sjá þá umræðu sem sú ályktun sem er hér neðst í færslunni hefur vakið.

Eins og getur gerst og gerist iðulega túlkar hver og einn það sem ritað er, sagt eða gert með sínu eigin nefi og sú túlkun er stundum komin órafjarri frá merkingu þess sem sent var út enda er t.d. ekki alltaf allt efnið birt heldur hluti þess.

Margir ræða það að ekki sé við Egil Helgason að sakast þar sem hann birti einungis myndbandið en bjó það ekki til. Réttlætir það þá hegðun að einn þekktasti fjölmiðlamaður landsins, starfsmaður Ríkisútvarpsins, birti á vefsíðu sinni sem ber sama heiti og einn þáttur hans svona efni? Einstaklingar í stöðu Egils, sem einn vinsælasti þáttastjórnandi landsins þurfa að gæta sín sérstaklega þar sem þeir geta haft mikil og mótandi áhrif á samfélagsumræðuna og ekki að ósekju að oft er rætt um fjölmiðla sem fjórða valdið.

Aðrir segja að þar sem Vigdís Hauksdóttir hafi sjálf farið yfir strikið í einhverjum tilfellum að það réttlæti þessa aðgerð. Myndir þú segja við barnið þitt að fyrst að Bjössi hafi kastað steini í það þá eigi það að sjálfsögðu að kasta steini í Bjössa á móti? 

Enn aðrir segja að þetta sé nú bara væl í okkur í landsstjórn LFK að vera að fetta fingur út í svona saklaust spaug. Þá velti ég fyrir mér í fyrsta lagi, ef ég sæi sambærilegt myndband af ástvini mínum á netinu þá fyndist mér það ekki vera spaug. Mér fyndist það vera einelti og ég myndi bregðast við. En þetta eru nú þingmenn, þeir verða að geta þolað þetta segja margir. Þá velti ég því upp að þingmenn eru engir guðir heldur ósköp venjulegar manneskjur sem eiga venjulegar fjölskyldur. Það stendur hvergi í ráðningarsamningi þingmanns eða annarra sem verða opinberar persónur að vegna stöðu sinnar sé veitt skotleyfi á þá og hver og einn hafi leyfi til þess að niðurlægja þá eða hafa þá að háði og spotti misstígi þeir sig. Myndi fólk almennt vilja sjá svona myndbönd um sjálft sig eða að börnin manns og ástvinir sæu slíkt um mann? Samt viljum við hafa einvalalið fólks á Alþingi Íslendinga. Ég tel að við jafnvel verðum af því að laða margt gott fólk að störfum á þingi einmitt vegna þess hversu rætin umræða um fólk persónulega fylgir með í pakkanum. Nú vil ég taka fram að það á óskylt við eðlilegt aðhald sem hver og einn kjósandi hefur fullan rétt á að veita sínum kjörna fulltrúa en einhverra hluta vegna virðist of algengt að farið sé í manneskjuna en ekki málefni hennar.

Það þarf kjark til þess að stíga fram og benda á hluti sem ekki eru í lagi. Það vitum við vel eftir til dæmis bankahrunið þar sem efasemdarmenn sem bentu á að ekki gæti allt verið með felldu voru púaðir niður. Varðandi einelti þá held ég að langflest okkar hafi einhvern tímann tekið undir eða tekið þátt í særandi, meiðandi athugasemdum eða öðru, ekki sett okkur í spor þess sem fyrir varð, réttlætt framkomuna og skort kjarkinn til að standa upp og neita að taka þátt í þessu.

Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi).

Þá fyrst breytist eitthvað.

Hvernig ætlum við að byggja hér upp heilbrigt samfélag og kenna börnum og unglingum framkomu gagnvart öðru fólki þegar fyrirmyndin er svona? Hvernig ætti ég sem foreldri að útskýra fyrir barninu mínu að það megi ekki útbúa myndband af skólafélaga sem það vill stríða og birta á Youtube og linka inn á það á vefsíðu þegar fullorðna fólkið gerir það og finnst það bara í góðu lagi? Ég hef nýlega rætt við lögreglumenn vegna þess hversu algengt einelti sé orðið á internetinu. Slík umræða hefur einnig nýlega farið fram í fjölmiðlum þar sem einelti er orðið mikið vandamál á Facebook, Youtube og víðar. 

Öll hljótum við að vilja byggja upp hér gott og heilbrigt samfélag sem við getum stolt kynnt fyrir börnunum okkar og liðið vel í. Margir eru illa farnir eftir hrunið, margir hafa brugðist ekki síst stjórnmálamenn og reiði sem afleiðing þess mikil. Eðlilega. En þessi myndbirting er gott dæmi þess að við erum ekki komin þangað sem við öll viljum komast þrátt fyrir að vera sífellt segjandi að við viljum komast upp úr skotgröfunum.

When you find yourself in a hole, stop digging - Will Rogers.


mbl.is Saka Egil um einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kristbjörg.

Góður pistill.

Það skiptir öllu að láta sig málin varða.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.10.2011 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband