Danir með húmorinn að vopni

Já það verður víst að segjast að ekki vantar húmorinn í frændur okkar Dani.

Það er reyndar alveg dásamlegt hversu miklir húmoristar þeir eru og hversu auðvelt þeir eiga með að sjá spaugilegar hliðar á grafalvarlegum atburðum.

Einhver gagnrýndi hér í færslu minni í gær þegar ég minntist á að vottur væri af Þórðargleði hjá félögum okkar yfir ástandinu og væru fjölmiðlar uppfullir af misgáfulegum fréttum frá Íslandi... dæmi nú hver fyrir sig! (Ég vil nú taka það fram að auðvitað á þetta langt í frá við um alla dönsku þjóðina... sem eru nánast eins og fjölskylda okkar).

Þetta er eflaust gert meira í gríni en öllu gríni fylgir einhver alvara og sennilega hefur Dönum blöskrað svolítið sú mikla þensla sem hefur verið á íslenskum athafnamönnum síðustu ár, m.a. með kaupum á mörgum fyrirtækjum í Danmörku.


mbl.is Söfnun fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður sparkar ekki í liggjandi mann. Danir hafa aldrei þolað velgengni okkar hvort sem hún var á rökum reist eða ekki. Mér finnst þetta alveg nöturlegur húmor eða hitt þó heldur. Þetta eiga að heita vinir okkar en í mínum augum eru þetta ekkert annað en viðurstyggilegir bjórþambarar. Ég hef ekki tekið þátt í góðæri síðustu ára og fæ að kenna á því en get alls ekki kvartað sjálfur miðað við tugþúsunda annarra saklausra hér á klakanum. Ég kann ekki vel við að Það sé gert grín af þeim sem sannarlega eiga bágt þessa dagana. Ég hef ekkert séð af norrnænni samstöðu nokkurn tíman þegar á reynir. Þeir munu aldrei koma okkur til hjálpar, gerðu það ekki hér áður fyrr og gera það svo sannarlega ekki núna.

þorvaldur þórsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband