Danske bank búinn að loka á okkur?

Þetta er núna á forsíðu heimabankans hjá mér:

Overførsler til/fra Island.
Danske Bank koncernen udfører ikke længere betalinger til og fra Island på grund af den nuværende økonomiske situation i Island.

Vi beklager de gener, det giver.

Ég verð nú bara að segja það að nú fékk ég enn einn stinginn í magann... úff!!!

Við getum sem sagt hvorki sent pening til Íslands eða fengið pening frá Íslandi. Ég trúi ekki öðru en þetta sé aðeins rétt á meðan allt fárviðrið gengur yfir því annars erum við komin í gríðarleg vandræði ef við getum ekki tekið við námslánum okkar hingað út. Eina leiðin sem ég sé er þá að taka pening út af íslensku krítarkorti sem alls ekkert allir eru með og þá veit maður ekkert hvaða gengi maður er að fá peninginn á en maður veit að það gengi er hátt :(

Ja hérna hér... Crying

Ég skrifaði pistil á SUF www.suf.is á þriðjudaginn um það að allt það besta í lífinu sé ókeypis. Það er mikið rétt en hins vegar verður fólk þrátt fyrir það að geta borgað reikningana sína og borðað...

Þetta er ekki nógu gott.


mbl.is Gengistryggð lán verði fryst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Það er allt að fara til helv....  Ég get bara ekki ímyndað mér hvar þessi óskup enda.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 9.10.2008 kl. 21:09

2 Smámynd: kop

Ef þú stingur íslensku korti í danskan hraðbanka, þá annaðhvort spýtir hann því beint í andlitið á þér aftur eða gleypir það og hakkar í spað með það sama.

kop, 9.10.2008 kl. 21:16

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Aumingja Kidda við hér á Íslandi finnum ekkert fyrir þessu. Enda á maður ekkert og skuldar lítð.

En mikið óskaplega getur svona hámenntuðu þjóð eins og við Íslendingar hagað okkur gáleysislega. Héldum við virkilega að boðskapur kapitalista um að markaðurinn sæi um að hafa eftirlit með sjálfum sér væri að virka.

Við hefðum átt að læra þegar upp komst um samráð olíufélagana á sínum tíma sem sýndi okkur að þessir menn fara eins langt og við leyfum þeim og hafa hvorki haft reynslu og þekkingu til að sjá á hvaða leið þeir voru. Maður hefði nú haldið að fólk sem á banka gerið sitt besta til að fara varlega og þenjast ekki meira út en svo að þeir gætu tryggt hann fyrir áföllum. En nei græðgin tók völdin. Eins og alltaf hér á landi þegar menn finna lykt af peningum.

Hef líka verið að hugsa það þegar menn eru búinir að græða fyrsta milljarðinn af hverjur láta þeir það ekki duga. Einn milljarður mundi duga þeim í 50 ár ef þeir borguðu sér 20 milljónir á ári. Og ef þessi beningur væri geymdur á vöxtum muni hann duga fyrir mun meir upphæð. Hvað þurfa þeir alltaf að halda áfram?

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.10.2008 kl. 21:57

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sjá meira. Væntanlega er þessi ákvörðun bankans geðþóttaákvörðun sem þeir hafa enga stoð fyrir í lögum

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/668443/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.10.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband