Kæra skilanefnd

Kæra skilanefnd,

vildir þú vera svo væn að fella niður þetta lán þarna sem ég tók um daginn. Þetta sem var upp á 15 milljarða. Ég er ekki alveg að nenna að borga það, ætlaði það svo sem aldrei en ég er ekkert að fara að græða á því þannig að Tippex-aðu vinsamlegast yfir nafnið mitt. Mér langar ekkert lengur að eiga banka! Þeir eru eitthvað svo óstabílir núna og allir í einhverri fýlu bara.

Það er ekki nema 15 milljarðar. Ég hélt einhvern veginn á sínum tíma að þetta væri góð viðskiptahugmynd að kaupa í þessum banka og að ég myndi græða feitt á því en fyrst hann er farinn á hausinn þá vil ég bara sleppa þessu láni. Það var líka svo fínt að hafa aðstöðu þar til að geta nýtt það svona fyrir vini og vandamenn. Það þurfa nú allir lán og svona. T.d. vinur minn í Katar, hann vantaði smá klink í stöðumælinn um daginn, ekki nema um 100 milljarða. Er það ekki í lagi, ha? Erum við ekki vinir? Manstu þegar ég bauð þér...

Þetta er nú ekki eins og þetta sé eitthvað rosalega mikið. Ég meina maður þarf nú að eiga pening til þess að geta keypt sér nauðsynjar eins og hraðskreiða sportbíla, einkaþotur, fjórhjól, vélsleða, sveitasetur, íbúðir í helstu heimsborgunum (ég ætla sko ekki að vera á hóteli- halló!). Svo var auðvitað nauðsynlegt að halda þessa veislu þarna æi þessa sem Tina Turner var í. Ég hefði samt kannski átt að sleppa því að láta sauma dagskrána í handklæðin en mér fannst það bara svo sætt... svo er það nú atvinnuskapandi sko.

Ég skil nú ekkert af hverju þessi lýður er að mótmæla og hvað er eiginlega í gangi þarna á þessu blessaða landi. Ég nenni nú ekki að horfa upp á svona og ætla því bara að eyða meiri tíma í penthouse íbúðunum mínum og á eyjunni minni fallegu. Það er líka nóg að gera þar sko. Ég er alveg á fullu að grafa gullkistur ofan í sandinn. Er líka að plana nýjar hugmyndir þar sem sumar hafa ekki alveg verið að gera sig að undanförnu...

Verðum svo í bandi upp á frekari lánveitingar og niðurfellingar. Þú þurrkar bara út þetta lán elskan og ég þarf einmitt líka að hafa samband við nokkra aðra. Hitt sem ég er að dunda mér við þarna á Tortulu t.d. er alveg í góðu lagi. Engar áhyggjur af því sko. Það er allt löglegt.

Já, svo var ég að fá frábæra hugmynd! Er ekki sniðugt að framleiða klósettpappír með svona alvöru gullþræði í? Það væri sniðugt til þess að selja svona kollegum mínum og svona? Þeir geta nú ekki notað hvað sem er. En ég er komin út fyrir efnið...

Bestu kveðjur,

þinn/þín útrásarvíkingur að eilífu Smile.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LOL...Gullhúðuð snilld!!

Sólskinskveðja frá Tortulu .

Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:09

2 identicon

Góður pistill Kidda!

Fanney (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband