Til hamingju með daginn :)

Kæru Íslendingar!

Til hamingju með daginn.

Nú er runninn upp sá langþráði dagur að Íslendingar fá tækifæri til þess að velja sér nýja leiðtoga til þess að leiða þá miklu vinnu sem býður okkar sem þjóðar. Gera þarf upp fortíðina með sanngjörnum hætti, takast þarf á við alvarleg vandamál með bráðaaðgerðum og nýta þarf það einstaka tækifæri sem nú gefst til þess að marka stefnu til framtíðar og byggja upp betra samfélag á rústum hins gamla.

Þetta eru sögulegar kosningar í alla staði og ég held að við sem þjóð séum ríkari í dag en í gær... Þrátt fyrir að vera í miklum fjárhagslegum vandræðum þá held ég að lærdómur sá sem við öðlumst af þeim erfiðleikum sem við nú tökumst á við muni verða okkur afar dýmætur um ókomna tíð. Margt af því sem var orðið okkur sjálfgefið er það ekki lengur og því erum við sem þjóð ríkari af erfiðri reynslu og getum saman byggt upp betra samfélag en nokkru sinni fyrr. Samfélag sem rúmar okkur öll og samfélag sem veitir öllum jarðveg til að blómstra.

Mig langar að nota tækifærið og þakka vinum mínum í Framsókn fyrir málefnalega, jákvæða og heiðarlega kosningabaráttu. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þeim krafti sem flokkurinn okkar býr yfir um þessar mundir og gleði þeirri sem við endurheimtum í janúar síðastliðnum. Okkar barátta er rétt að byrja við að byggja flokkinn okkar upp að nýju. Við erum breytingaraflið sem þjóðin þurfti á að halda og mun þurfa á að halda næstu misseri. Ég veit að vinnan mun skila sér núna og í nákominni framtíð og ég hlakka til að vera með í því starfi.

Áfram Framsókn og áfram Íslendingar!

 


mbl.is Kjörfundur hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband