Mikilvæg skref í átt að betra skattaumhverfi

Þessi vinna eru mikilvæg skref í átt að upplýstara skattasamfélagi.

Það er löngu ljóst að skattamál hafa verið ansi sérstök á Íslandi (og eflaust annars staðar líka) þar sem það þarf ekki annað en fletta Frjálsri verslun til þess að sjá hversu undarlegar tekjur sumir einstaklingar hafa í samræmi við þann lífsstíl sem viðkomandi lifir. Trúir einhver því að manneskja sem á stórfyrirtæki sé á láglaunataxta??? Sami aðili og keyrir kannski um á Range Rover og býr í einbýlishúsi? Þyrfti kannski öll mánaðarlaunin einungis til að greiða fyrir skóna sem viðkomandi mætir í á gala sýningu.

Þetta gengur ekki lengur! Það er ekki hægt að láta það viðgangast að venjulegt fjölskyldufólk séu breiðu bökin í samfélaginu á meðan þeir sem mest hafa leggja alltof lítið til sameiginlegra sjóða okkar. Ég persónulega skil ekki hvernig er hægt að vera milljarðamæringur og lifa samt að einhverju leyti á framlagi annarra íbúa samfélagsins! Sem leiðir til þess að minna verður til skiptanna fyrir þá sem raunverulega þurfa á þessum stuðningi að halda.

Fólk sem t.d. einungis greiðir fjármagstekjuskatt og hefur framfærslu af fjármálaumsvifum greiðir einungis 10% skatt á meðan aðrir greiða tæplega 40%. Er það sanngjarnt? Ætti fólk ekki að reikna sér laun og greiða tekjuskatt af þeim? Ég er reyndar ekki  sérfræðingur í skattamálum og gæti því hæglega verið að fara með rangt mál að einhverju leyti hér en mér hefur löngum fundist skattaumhverfi okkar Íslendinga vera hálfgert áramótaskaup... Það hefur nánast verið þjóðaríþrótt að vinna á svörtu og stinga undan skatti. Það er eins og hafi vantað í okkur þá samfélagslegu hugsun sem ég finn t.d. svo sterka hér í Danmörku. Að saman komumst við lengra og að við berum ábyrgð á því að öllum farnist sem best.

Ég vona að þessi rannsókn verði hlekkur í þeirri keðju að ná tilbaka einhverju af því gríðarlega fjármagni sem horfið er úr landi!

Það verður virkilega áhugavert að fylgjast með hvernig þessi mál þróast heima!


mbl.is Rannsaka félög í skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband