Héraðshátíð Framsóknarmanna í Skagafirði

Hluta helgarinnar eyddi ég ásamt fríðu föruneyti nokkurra SUF-ara (ungra Framsóknarmanna) í faðmi Skagafjarðar. Tilefnið var héraðshátíð nokkur sem endurvakin hefur verið og haldin er nú árlega.

Mig langar að nota tækifærið og þakka fyrir mig. Þakka Skagfirðingum fyrir góðar móttökur og Framsóknarfólki fyrir skemmtilega samveru. Það er og verður ætíð þannig að þar sem Framsóknarmenn og konur koma saman - þar er gaman!

Ég er líka hrifin af því að halda í gamlar og góðar hefðir. Að hittast saman í góðum hópi, borða góðan mat, ræða saman, syngja og dansa er sígilt og fellur aldrei úr gildi. Þannig kynnist maður nýju fólki og tryggir böndin við þá sem maður þekkir nú þegar.

Fátt verður svo íslenskara en að hlusta á Álftagerðisbræður hefja upp raust sína og syngja lagið Ísland er land þitt svo skagfirsku fjöllin taka undir og ljóma.

Takk fyrir mig!

Framundan er svo Sambandsþing ungra Framsóknarmanna sem haldið verður hér í Mosfellsbæ 12. - 13. september næstkomandi. Þar mun ungt Framsóknarfólk af öllu landinu koma saman til að þinga um stefnumálin, velja sér forystusveit og skemmta sér saman. Hvet alla sem áhuga hafa á því að senda fyrirspurn á suf@suf.is (eða skrá sig!) og kíkja á síðu SUF www.suf.is þar sem nálgast má frekari upplýsingar. Það verður tekið vel á móti ykkur :).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband