Hvar eru konurnar?

Eins og ég fjallaði um í síðustu færslu þá er ekki laust við að maður sé ansi sleginn yfir þeirri staðreynd að árið 2011 situr ein kona í fjárlaganefnd.

Á sama tíma er stefnt að því að árið 2013 verði hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja ekki minni en 40%. Eins og kemur fram í ágætri skýrslu velferðarráðherra sem gefin var út á árinu:

Í því skyni að jafna hlut kvenna og karla í áhrifastöðum
í hlutafélögum og einkahlutafélögum með auknu gegnsæi og greiðari aðgangi að
upplýsingum samþykkti Alþingi breytingar á lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög,
með síðari breytingum, og lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum. Er
að því stefnt að hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja verði ekki minni en 40% í lok árs
2013. (Skýrsla velferðarráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála, 2011).

Hvernig stendur á því að í þessari grundvallarnefnd fastanefnda Alþingis skuli ekki vera tryggt að hlutur kvenna sé eðlilegur. Að 1/8 eða 11% nefndarmanna séu konur er algjörlega óásættanlegt og ekki til þess fallið að fjárlaganefnd nái sem bestum árangri eins og rannsóknir hafa margsýnt fram á. Gerum við ekki sömu kröfu til Alþingis og fyrirtækja?

Ég hvet áhugasama til þess að líta á eftirfarandi kökurit til þess að skoða fasta- og alþjóðanefndir Alþingis með tilliti til kynjaskiptingar.


mbl.is „Illa vegið að launafólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband