Gleymum því aldrei

Við skulum aldrei gleyma að setja hlutina í rétt samhengi. Þó það sé vissulega til fólk á Íslandi sem hefur það verulega slæmt og þarf aðstoð strax þá höfum við það mjög gott yfir heildina samanborið við aðrar þjóðir.

Þrátt fyrir að við lifum nú afar erfiða tíma sem þjóð þá eru vandamál margra okkur hrein og tær lúxusvandamál miðað við það sem stór hluti heimsins horfist í augu við á degi hverjum.

  • Við þurfum ekki að horfast í augu við byssuhlaup, sprengingar, horfa upp á fjölskyldumeðlimi limlesta eða nauðgað, vita ekki um afdrif ástvina og fleiri hörmungar sem fylgja stríði.
  • Við þurfum ekki að horfast í augu við börnin okkar sem deyja vegna hungurs.
  • Við þurfum ekki að horfast í augu við það að þurfa að flýja fósturjörð okkar og heimkynni vegna óbærilegs ástands eða yfirgangs annarra þjóðflokka eða þjóða.
  • Við þurfum ekki að horfast í augu við faraldra sjúkdóma vegna þess að við eigum ekki til réttu lyfin eða læknisaðstöðuna.
  • Við þurfum ekki að horfast í augu við ólæsi þar sem við getum ekki menntað börnin okkar.
  • Við sem þjóð eigum við ofgnótt að stríða á mörgum sviðum.

Svona má lengi halda áfram. NÚNA sem aldrei fyrr þurfum við að forgangsraða. Vissulega þurfum við að tryggja aðstoð við þá sem nauðsynlega þurfa á henni að halda heima en við þurfum líka að tryggja aðstoð við þá sem þurfa á henni að halda úti í heimi. Það er margt sem má skera niður frekar en þróunaraðstoð.


mbl.is Kreppan bítur fátækustu íbúa heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband