Samstaða.is

Samstaða er nokkuð sem við þurfum að huga vel að næstu dagana, vikurnar, mánuðina og árin. Við höfum alltaf verið þekkt fyrir það að sameinast sem ein fjölskylda þegar á bátinn hefur gefið og ekki síður á gleðitímum. Í blíðu og stríðu hefur íslenska þjóðin sýnt samstöðu.

Ég fagna framtaki Indefence samtakanna og vona að þau standi fyrir fleiri svona fundum. Það er staðreynd að við þurfum að sýna samstöðu okkar í verki og minna okkur stöðugt á mikilvægi hennar og vera jákvæð og bjartsýn. Þannig öðlumst við baráttuvilja til þess að takast á við okkar þungu verkefni. Á meðan öll umræðan snýst um neikvæða hluti, svartsýni og ósamstöðu þá róum við einungis í hringi og sökkvum dýpra og dýpra niður spíralinn.

Þetta þurfa okkar þjóðarleiðtogar manna mest að hafa í huga.

Nú eru tímar þar sem okkar leiðtogar VERÐA að standa saman og hafa sig yfir pólitískt argaþras og meting. Nú er ekki tíminn til þess að keppa sín á milli og gera lítið úr tillögum pólitískra mótherja sem jafnvel eru mjög góðar. Okkar leiðtogar verða að mynda breiðfylkingu og leiða þjóðina áfram sem eina stóra og sterka heild. Á meðan barist er innan veggja Alþingis í pólitískum einkahagsmuna slagsmálum er enginn á lausu til þess að leiða þjóðina í gegnum dimman dal og inn í betri tíma.

Samstaða fólksins á Íslandi er lykillinn að farsælli framtíð okkar allra.


mbl.is 3000 á samstöðufundi InDefence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband