Einstakt tækifæri!

Í dag gefst þér Íslendingur góður einstakt tækifæri til þess að hafa áhrif á framtíð lands þíns og þjóðar.

Í dag gefst þér tækifæri til þess að hafna afar ósanngjörnum samningi sem hefði ótvíræð áhrif á þig og komandi kynslóðir. Án þess að samningi þessum sé hafnað með meirihluta greiddra atkvæða er hann enn í gildi og ekkert nýtt liggur samþykkt á borðinu. Með því að gera lítið úr mikivægi þess að hafna þessum samningi eru skilaboðin til viðsemjenda okkar að hann hafi nú ekki verið svo slæmur og við séum þokkalega sátt við hann. Náum við ekki samstöðu verða skilaboðin ekki skýr um afstöðu til gamla samningsins.

Umfram þetta þá gefst þér tækifæri í fyrsta skipti til þess að hafa bein áhrif í gegnum beint lýðræði á mikilvæga ákvörðun í þessu landi. Það er fyrsta skrefið að betra stjórnskipulagi sem virðir rétt þegna þessa litla lands til þess að hafa bein áhrif á stórmál. Mál sem eru þannig vaxin að ekki er nægilegt að afgreiða þau í gegnum okkar kjörnu fulltrúa.

Ef deilumál undangenginna ára hefðu verið send í þjóðaratkvæði þá væri líklegra að þau hefðu fengið farsælli lausn þar sem meirihluta landsmanna hefði tekið ákvörðunina en ekki þröngur hópur.

Ég hvet alla til þess að nýta lýðræðislegan rétt sinn til þess að fara á kjörstað og marka þannig sitt far á framtíðarstjórnskipulag þessa lands og hafa bein áhrif á þetta erfiða mál sama hvaða afstöðu þú hefur. Jóhanna og Svavar og fleiri hefðu til dæmis getað mætt og skilað auðu þar sem þau hafa þegar samþykkt þennan óskapnaðarsamning. En þau hefðu líka getað skipt um skoðun...

Ekki má gleyma því að ef stjórnin hefði fengið að ráða þá hefði upphafleg niðurstaða Svavars og félaga farið í gegn án umræðu á þinginu og þá værum við langt frá því að ná þó því samkomulagi sem stefnir í að náist! Látum því ekki blekkjast af spádómum um að þetta sé það besta sem náist... því slíkt ber ekki vott um kjark þann sem forvígismenn okkar þurfa að sýna í því að gæta hagsmuna sinnar eigin þjóðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband