Stuðningur við Tíbeta

LhasaKidda & Monks TíbetiKínverskur vörður á þaki heimsinsÁ þaki heimsins

10. mars er 51 ár liðið síðan Dalai Lama flúði Tíbet - 2 ár eru liðin
frá blóðugum átökum í Lhasa sem brutust út vegna mótmæla munka og
almennings gegn því alræði sem þjóðin býr við.

Vinir Tíbets taka þátt í alþjóðaaðgerð til að sýna tíbesku þjóðinni
stuðning í baráttu þeirra fyrir mannréttindum og trúfrelsi. Safnast
verður saman fyrir utan kínverska sendiráðið að Víðimel 29,
miðvikudaginn 10. mars kl: 17:30. Tsewang Namgyal flytur erindi um
ástandið í Tíbet. Birgitta Jónsdóttir fer yfir í stuttu máli hvað við
getum gert til að treysta böndin á milli þjóðanna.

Í Tíbet getur það varðað margra ára fangelsi að eiga fána Tíbets. Í
Tíbet búa nú fleiri Kínverjar en Tíbetar. Í Tíbet er tungumálið að
glatast. Í Tíbet hafa verið herlög í meira en tvö ár og harkan
gagnvart íbúum landsins virðist engan enda taka. Fyrir tveimur árum
síðan lýsti Dalai Lama ástandinu í Tíbet á þann veg að þar væri verið
að fremja menningarlegt þjóðarmorð.

Fjölmennum og sýnum tíbesku þjóðinni samstöðu í verki.

(tölvupóstur frá Birgittu Jónsdóttur sendur í dag).

Gleymum ekki Tíbet - gleymum aldrei Tíbet.

Við eigum í raun ótalmargt sameiginlegt með þessari einangruðu friðsömu þjóð sem berst nú við ægivald Kínverja við það eitt að fá að halda tilverurétti sínum hér á jörð, menningararfi sínum, tungumáli og frelsinu. Alþjóðasamfélagið hefur nógu lengi horft í hina áttina, aðhafst ekkert og fylgst með hvernig Tíbetar eru hægt og sígandi þurrkaðir út. Það er okkar skylda að hjálpa Tíbet og lúta ekki undir ofríki Kínverja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband