Fundur um yfirfærslu málefna fatlaðra frá Ríki til sveitarfélaga fim 8.4 kl. 17.15 í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33

8. apríl 2010
Opinn fundur vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga

Fimmtudaginn 8. apríl n.k. kl. 17:15-18:30 verður haldinn opinn fundur með hagsmunasamtökunum Þroskahjálp vegna fyrirhugaðrar yfirfærslu málefna fatlaðra.

Á fundinum munu Gerður A. Árnadóttir formaður samtakanna og Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri kynna nýsamþykkta aðgerðaáætlun Þroskahjálpar varðandi hvernig þau telji best staðið að verkefninu. Nálgast má aðgerðaáætlunina á heimasíðu samtakanna og hvetjum við fundarmenn til þess að kynna sér hana fyrir fundinn.

http://www.throskahjalp.is/Frettiroggreinar/Lesagrein/164

Að kynningu lokinni gefst tækifæri til fyrirspurna og umræðna.

Allir frambjóðendur til sveitarstjórna, fulltrúar í velferðarráðum á vegum flokksins og aðrir flokksmenn eru eindregið hvattir til þess að mæta á fundinn til þess að kynna sér þetta stóra og mikilvæga verkefni. Þeir sem eiga þess ekki kost að sitja fundinn geta nýtt sér fjarfundarbúnað.

Heitt á könnunni!

Áhugafólk um málefni fatlaðs fólks,

Kristbjörg Þórisdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband