Hvað þarf til?

Hvað þarf til að sannfæra stjórnvöld hér á landi um mikilvægi þess að almenningur eigi greiðan aðgang að þjónustu sálfræðinga?

Sálfræðingar eru sérmenntaðir í því að hjálpa fólki að takast á við þunglyndi, kvíða, streitu og ýmsar aðrar raskanir sem meðal annars geta leitt til örorku og mikillar vanlíðan. Sálfræðimeðferð er meðferðarform sem því miður hefur verið vannýtt auðlind hér á landi fólki til heilla.

Ef ég veikist af "geðkvefi" þeas. vægu þunglyndi eða kvíða til dæmis þá þarf ég annað hvort að fara á stofu og greiða úr eigin vasa meðferð sálfræðings eða leita á geðdeild Landsspítala sem á fyrst og fremst að þjóna veikara fólki.

Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur þeirra sem leita sér aðstoðar á heilsugæslu koma þangað vegna tilfinningalegs vanda.

Af hverju get ég leitað á mína heilsugæslu ef ég er með flensu eða bakverk en ekki ef ég finn fyrir þunglyndi eða kvíða?

Af hverju á ég ekki val á mili ólíkra meðferðarleiða eins og t.d. lyfja og hugrænnar atferlismeðferðar þegar báðar leiðir hafa gefið jafngóðan árangur og HAM meðferð oft betri þar sem líkur á hrösun eru minni. Því miður virka lyfin bara á meðan maður tekur þau en hugræn atferlismeðferð er þekking sem fólk öðlast og getur nýtt sem verkfæri um ókomna tíð. Kannski þarf lyf í upphafi til að koma fólki upp úr pyttinum en flestir eru sammála um það að meira þurfi til! Skoða þarf líf einstaklingsins í stærra samhengi, hvað maður hugsar, hvernig manni líður og hvað maður gerir sem viðheldur ástandinu!

Með því að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni mætti grípa fólk strax áður en veikindin ágerast og leiða til alvarlegri afleiðinga fyrir viðkomandi, vinnustaðinn, þjóðarbúið og fjölskylduna. Með því er einnig dregið úr fordómum þar sem jafn eðlilegt er að leita fyrst á heilsugæslu við andlegri sem líkamlegri vanlíðan. Séu veikindin alvarleg ætti svo að vera hægt að vísa málinu þaðan í viðeigandi farveg. Þetta myndi einnig draga úr álagi á Landsspítala og önnur sérhæfð úrræði sem kosta talsvert meira skattfé fyrir hvern sjúkling. Með minni geðlyfjanotkun mætti ná fram miklum sparnaði.

Í raun þyrfti aðeins örfáa til sem myndu fá bót meina sinna og ná aftur út á vinnumarkaðinn í stað þess að liggja inni á geðdeild og enda á örorku og geðlyfjum til þess að greiða upp þá fjárfestingu að niðurgreiða sálfræðimeðferð.

Því spyr ég, hvað þarf til að fólk átti sig á þessu og hrindi þessu í framkvæmd?

Þetta er þægilegra fyrir almenning, dregur úr líkum á að veikindi verði alvarleg, dregur úr líkum á dýru vinnutapi, eykur skilvirkni, einfaldar kerfið, SPARAR SKATTFÉ og svona mætti lengi telja!

Tími sálfræðinga er kominn!


mbl.is Geðraskanir helsta skýring örorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góð færsla frænka mín.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.5.2010 kl. 08:04

2 Smámynd: Ellý

Mjög svo sönn og góð grein hjá þér!

Ellý, 4.5.2010 kl. 14:49

3 identicon

Tek undir með þér, Kristbjörg, sbr. eftirfarandi innlegg sem verður 2ja ára á fimmtudag:

6. maí 2008

Hæstiréttur heimilar mismunun neytenda sem löggjafi felur ráðherra

Talsmaður neytenda gagnrýnir í nýjum pistli niðurstöðu og röksemdir handhafa dómsvalds, framkvæmdarvalds og löggjafarvalds um að mismuna neytendum eftir meðferðarúrræðum með því að leyfa að aðeins sé samið við geðlækna um niðurgreiðslur en ekki sálfræðinga.

Sjá nánar:

http://www.talsmadur.is/Pages/55?NewsID=784

Gisli Tryggvason, talsmaður neytenda (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband