Thank you

Thaaaaank you

thank you for the life

for making me see inside of me.

Svona hljómar Dikta í lagi sem heillar mig þessa dagana.

Ekki síst þegar afmælisdagur hefur runnið sitt skeið. Þá er rétt að vera þakklátur fyrir að hafa fengið enn einn afmælisdaginn og horfa svo fram á nýtt upphaf, sólarupprás. Ákveðnum kafla er lokað og nýr dagur er risinn.

Það er margt sem ég er þakklát fyrir.

Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að njóta árs í viðbót því ekki veit maður hversu lengi maður á bókað herbergi á Hótel Jörð. Af öllu því unga fólki sem ég hef kvatt sem fékk ekki langan tíma hér geri ég mér grein fyrir því að það er langt frá því sjálfsagt að fá fullan tíma hér.

Ég er þakklát fyrir fólkið mitt sem umlykur mig, fjölskyldu, vini og kunningja. Það er magnað hvað fólk man vel eftir manni og er indælt að senda fallega kveðju. Fyrir það ber að þakka.

Ég er líka þakklát fyrir þann lærdóm sem ég er alltaf að njóta. Með hverju árinu verð ég vitrari. Á hverju ári hef ég rekist á nýtt fólk, nýja hluti, nýjar hindranir og nýjar áskoranir. Sú stærsta er ég sjálf. Það er hin mesta lexía að verða útlærður í sjálfum sér. Og það er líka sá lærdómur sem mun gefa manni mest í aðra hönd. Það er mín skoðun. Því betur sem maður þekkir sjálfan sig því betri manneskja verður maður og því betra líf getur maður veitt sjálfum sér, öðrum og lagt til betri heims fyrir okkur öll.

Þannig að:

Takk fyrir,

takk fyrir lífið,

takk fyrir að leyfa mér að sjá minn innri mann.

Og munið...

Full_Of_Happyness__by_tostandalone

Hamingjan er ferðalag, ekki áfangastaður.

Sinntu starfi þínu eins og þú þarfnist ekki peninga.
Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð/ur.
Dansaðu eins og enginn sjái til þín.
(Höfundur óþekktur)

Knús frá afmælisbarninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér Kidda mín fyrir að vera til. Þú er yndislegust:)

Berta María Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband