Miðvikudagur, 28. júlí 2010
Ungt framsóknarfólk vill náttúruauðlindir í þjóðareign
Stjórn SUF, Sambands ungra framsóknarmanna, ályktar um nauðsyn þess að setja ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum í stjórnarskrá. Ungir framsóknarmenn hafa lengi barist fyrir slíku réttlætisákvæði en það er sérlega brýnt nú þar sem íslenskar auðlindir verða í lykilhlutverki að ná þjóðinni upp úr þeirri efnahagskreppu sem dunið hefur á henni.
Íslenskar náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti skulu vera þjóðareign þar sem ríkið muni fara með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt auðlindanna í umboði þjóðarinnar. Þær má ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Þó má veita heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara. Náttúruauðlindir í þjóðareign ber að nýta á sem hagkvæmastan hátt og á grundvelli sjálfbærrar þróunar og skal arði af þeim varið til þess að vernda auðlindirnar, rannsaka þær og viðhalda þeim, svo og til hagsældar fyrir þjóðina að öðru leyti.
Íslenskar náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti skulu vera þjóðareign þar sem ríkið muni fara með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt auðlindanna í umboði þjóðarinnar. Þær má ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Þó má veita heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara. Náttúruauðlindir í þjóðareign ber að nýta á sem hagkvæmastan hátt og á grundvelli sjálfbærrar þróunar og skal arði af þeim varið til þess að vernda auðlindirnar, rannsaka þær og viðhalda þeim, svo og til hagsældar fyrir þjóðina að öðru leyti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.