Sögulegt tækifæri

Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir sögulegu tækifæri.

Oft er það sagt og ekki ómerkari menn en Dalai Lama hafa ritað um það að það fólk sem við mætum á lífsleiðinni sem er okkur verst og skapar okkur mestar raunir er í raun það fólk sem við ættum að vera þakklátust fyrir að hitta og við ættum beinlínis að þakka því. Hver er ástæðan? Jú, ef við hittum bara fólk sem bæri okkur á gullstólum og hrósaði okkur í hástert þá fengjum við ekki eins mikil tækifæri til þess að vaxa og þroskast sem einstaklingar.

Á sama máta getum við sem þjóð valið að líta á þær hörmungar sem við göngum í gegnum núna með jákvæðu hugarfari (neikvætt hugarfar skilar okkur ekki langt) og litið á þær sem sögulegt tækifæri til þess að rýna í samfélag okkar frá grunni og byggja það upp sterkara en nokkru sinni fyrr.

Stjórnlagaþing getur verið hornsteinn í slíkri vinnu. Ég er sérlega ánægð með það hversu margir buðu sig fram til þess að taka þátt í því mikla og vandasama verki sem endurskoðun stjórnarskrárinnar er og vona að öll þjóðin fari með í þann leiðangur. Með samstöðu og krafti getum við byggt hér fyrirmyndarsamfélag.

Tækifærið er núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband