Mánudagur, 25. október 2010
Hagsmunatengsl frambjóðenda
Þetta tel ég lykilatriði þess að þeir einstaklingar sem verða þingmenn stjórnlagaþings njóti fulls trausts í því ábyrgðarmikla hlutverki sem þeir taka að sér og þetta sögulega tækifæri skili þeim árangri sem væntingar standa til.
Kjörnir fulltrúar þurfa að geta gert grein fyrir hagsmunatengslum í ljósi smæðar samfélagsins og hins mikla kunningjasamfélags sem við búum í.
Ég tel þetta vera hluta af þeirri breytingu sem þarf að verða þannig að hægt verði að byggja upp traust að nýju á milli kjörinna fulltrúa og kjósenda. Fólk sem tekur að sér trúnaðar- og ábyrgðarstöður á ætíð að þurfa að gefa upp hagsmunatengsl að mínu mati. Það á að vera sjálfsagt mál.
Sjálf hef ég birt hagsmunatengsl mín sem skoða má á þessari bloggsíðu ásamt þeirri síðu sem ég er að byggja upp í kringum framboðið og Facebook síðu minni.
Kristbjörgu Þórisdóttur á Stjórnlagaþing
523 í framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.