Hvet þig til að taka þátt :) ég er númer 6582

Við íslenska þjóðin stöndum frammi fyrir sögulegu tækifæri.

Við eigum tækifæri til þess að hugsa þann ramma sem styður við grunnstoðir samfélags okkar upp á nýtt. svona tækifæri kemur sennilega ekki fljótlega aftur.

Það skiptir því miklu máli að á stjórnlagaþing veljist gott og heiðarlegt fólk sem mun leiða þessa vinnu. Í því sambandi sakna ég þess að ekki sé kallað háværar eftir hagsmunaskráningu þeirra sem bjóða sig fram en nú þegar er til sú fyrirmynd sem Alþingismenn fylla út í. Ég notaðist við hana til þess að skrá mín hagsmunatengsl sem sjá má á heimasíðu framboðsins www.kristbjorg.wordpress.com og á Facebook: Kristbjörgu Þórisdóttur á Stjórnlagaþing

Nú þegar hefur farið fram þjóðfundur sem heppnaðist mjög vel og voru þar lagðar línurnar sem stjórnlagaþingmenn hljóta að styðjast við á þinginu.

Ég hvet til til þess að kynna þér vel alla frambjóðendur og ekki hugsa þig tvisvar um að taka þátt í þessum sögulegu kosningum.

Tækifærið er núna :)

Á Íslandi eiga allir að geta  haft það gott!

Það er okkar að tryggja að það verði raunveruleiki!


mbl.is Rúmur helmingur ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú varst ofarlega á DV könnunarlistanum mínum og ég býst við því að þú verðir það einnig 27.nóvember. Gangi þér vel :)

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband