Föstudagur, 19. nóvember 2010
Ísland framtíðarinnar
Ég er ánægð að sjá þessa yfirlýsingu frá þessum þremur afbragðs þingkonum sem allar eru í miklum metum hjá mér.
Þessi leiðinda atburður hefur vonandi það jákvæða í för með sér að varpa ljósi á þann ömurlega ósið sem viðgengist hefur alls staðar í okkar samfélagi og ekki síst hjá fjórða valdi fjölmiðlanna að þegar allt annað þrýtur þá er vegið að æru fólks og ekki síður fjölskyldu þess. Sú viðurstyggilega aðferð nægir því miður til þess að lama öflugasta baráttufólk því flestir setja hagsmuni og friðhelgi fjölskyldu sinnar ofar sínum mestu baráttumálum. Það mun ég ávallt gera líka.
Það er líka lýsandi fyrir framtíðarhugsun þessara ágætiskvenna að þær skuli sýna í verki svo góða samvinnu þvert á það hvaða stjórnmálaafli þær tilheyra. Það er skref inn í framtíðarlandið Ísland!
Ég tek undir orð þeirra og hvet Marinó eindregið til þess að halda áfram sínu góða starfi fyrir heimilin í landinu. Án hans og Hagsmunasamtaka heimilanna þá hefðum við íslenskur almenningur afar fá vopn í höndunum til þess að berjast við það ægivald sem íslenskur fjármálaheimur er. Þar liggja gríðarlegir hagsmunir sem samræmast ekki endilega hagsmunum heimilanna í landinu.
Hvetja Marinó til að hætta við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Facebook
Athugasemdir
Ég þakka fyrir stuðninginn og hvatninguna.
Ég vil bara ítreka að ég mun halda áfram störfum fyrir HH, þó ég sitji ekki lengur í stjórn samtakanna. Þetta kom fram í yfirlýsingu minni í gær.
Marinó G. Njálsson, 19.11.2010 kl. 17:01
Samála Kristbjörg. Flottur Marinó lifi lýðræðið og byltingin!
Sigurður Haraldsson, 20.11.2010 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.