Bætt samfélag hefst hér og nú - aðgerðir takk!

Það er áhugavert í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings að hugleiða það að við erum ávallt að tala um breytingar, ræða um það hverju þarf að breyta og hvernig.

En samt virðist einhvern veginn ekki verða jafn mikið um framkvæmdir og efndir og vonir stóðu til.

Ekki virðist hafa verið hugað að stöðu blindra við undirbúning kosninganna ásamt ýmsu öðru.

Ekki var hugað að því að kalla eftir hagsmunaskráningu frambjóðenda til stjórnlagaþings þó það hefði verið í lófa lagið að senda þeim það form sem þingmenn styðjast við, fá frambjóðendur til að fylla það út, senda um hæl og birta það svo sem ítarefni á http://www.kosning.is/stjornlagathing/frambjodendur/nr/6582 Ég fyllti út svona hagsmunaskráningu og hef birt á heimasíðu framboðsins

Við tölum um samfélag fyrir alla án hindrana en samt er vefurinn sem snýst um stjórnlagaþing ekki nægilega aðgengilegur fyrir alla kjósendur en t.d. er starfrækt fyrirtæki sem heitir www.sja.is sem sérhæfir sig í því að gera vefi aðgengilega og hefur Tryggingamiðstöðin t.d. fengið vottun frá þeim www.tm.is Vefur Alþingis og aðrir opinberir vefir hafa ekki lagst í þessa vinnu og er það mér óskiljanlegt í ljósi þess að ekki er um flókið eða mjög dýrt mál að ræða en algjört réttlætismál!

Ég var á fundi í dag á vegum Kvenréttindafélags Íslands þar sem kvenframbjóðendur fengu tækifæri á að hitta hverja aðra og kynna sig fyrir almenningi en sá fundur átti upphaflega að vera í húsnæði sem ekki var aðgengilegur fyrir fólk t.d. í hjólastólum og það veldur því að Freyja Haraldsdóttir frambjóðandi hefði ekki getað mætt og ekki aðrar konur sem hefðu viljað sækja fundinn.

Ég bind vonir við það að nú hættum við að tala endalaust um hlutina og förum að framkvæma þá.

Við þurfum að fara að hugsa samfélag okkar út frá öllum þegnum þess og við þurfum að muna það að ef við viljum sjálf fara inn um aðaldyrnar eða geta lesið heimasíðu út í gegn þá er jafn sjálfsagt að annað fólk vilji það líka og því þarf hurðin að vera breið og með rampi þannig að allir komist þar um.

Betra samfélag hefst hér og nú og það gerist ekki af sjálfu sér! 


mbl.is Blindir ósáttir við eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband