Virkt lýðræði er hornsteinninn að góðu og réttlátu samfélagi - um þjóðaratkvæðagreiðslur

Íslenska þjóðin var 318.200 manns 1. október 2010. Í svo fámennu samfélagi á lýðræðið að geta verið öflugt og virkt.  Ég vil að íslenska þjóðin og sérhver íslenskur borgari hafi raunverulegan möguleika á því að hafa bein áhrif á samfélagið og hagsmuni sína.

1. Marka þarf skýran ramma utan um þjóðaratkvæðagreiðslur til að tryggja sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar í grundvallarmálum sem varða hagsmuni þjóðarinnar og hvers borgara.

a. Ákveðið hlutfall kosningabærra manna geti kallað eftir þjóðaratkvæði

b. Ákveðið hlutfall Alþingismanna geti kallað eftir þjóðaratkvæði

c. Forseti geti beitt málskotsrétti sínum til þjóðaratkvæðis að gefnum ákveðnum skilyrðum t.d. að a. eða b. sé uppfyllt.

Til þess að þjóðaratkvæðagreiðslur verði ekki of tíðar með hættu á því að fólk missi áhuga á lýðræðislegri þátttöku og óhemju kostnað er hægt að safna saman ákveðnum fjölda mála (nema um neyðarmál sé að ræða) og greiða atkvæði um þau samhliða hefðbundnum kosningum til Alþingis og sveitarstjórna. Einnig væri hægt að hafa atkvæðagreiðslur á hverju ári þannig að fólk vissi að á ákveðnum árstíma (t.d. vorin)  væri kosið um þau mál sem lægju fyrir og samhliða væri þá hægt að kjósa til sveitarstjórna, til Alþingis, jafnvel hæstaréttardómara og annað sem þyrfti að greiða atkvæði um.

Einnig er áhugavert að skoða hvort hægt sé að nýta vef ríkisskattstjóra til þess að kjósa um minniháttar málefni rafrænt. Það væri einnig hægt að nota heimabanka í slíkt. Þeir sem ekki geta greitt atkvæði rafrænt gætu nýtt sér pappír.

Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna að gefnu ákveðnu þátttökuhlutfalli skulu ætíð vera bindandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband